Fara í efni  

Fréttir

Góður íbúafundur í Árneshreppi í verkefninu Brothættar byggðir

Þriðjudaginn 28. nóvember var haldinn íbúafundur í Árneshreppi á Ströndum sem liður í samtali við íbúa vegna verkefnisins Brothættar byggðir, en sveitarfélagið hefur nýverið verið tekið inn í verkefnið. Mjög góð mæting var á fundinn og sköpuðust líflegar og málefnalegar umræður.

Á fundinum var farið yfir drög að stefnumótun fyrir verkefnið sem unnin höfðu verið af verkefnisstjóra og verkefnisstjórn og komu íbúar athugasemdum sínum á framfæri. Stærstu áherslumál íbúa/verkefnisins tengjast innviðum en fjölmörg önnur atriði verða til úrvinnslu í verkefninu.  Íbúar Árneshrepps voru almennt sammála um framgang flestra þessara mála og virðist sem góður samhljómur sé í þeirri baráttu sem framundan er. Ákveðið var að fjölga í verkefnisstjórn og voru þær Vigdís Grímsdóttir og Linda Guðmundsdóttir kosnar sem fulltrúar íbúa, auk þeirra sem fyrir voru. Í kjölfar fundarins standa íbúar fyrir kosningu um heiti á verkefnið og má vænta niðurstöðu innan fárra daga.

 Áfram verður unnið að stefnumótun fyrir verkefnið og stefnt er að því að þeirri vinnu ljúki á næstu dögum. Að þeirri vinnu lokinni mun verkefnið færast yfir á framkvæmdastig.

 Meðfylgjandi myndir voru teknar á fundinum. Önnur er af fundarmönnum en á hinni er nýskipuð verkefnisstjórn. Frá vinstri: Sigríður K. Þorgrímsdóttir, Skúli Gautason, verkefnisstjóri, Eva Sigurbjörnsdóttir, Vigdís Grímsdóttir, Arinbjörn Bernharðsson, Linda Guðmundsdóttir, Kristmundur Kristmundsson, Aðalsteinn Óskarsson og Kristján Þ. Halldórsson


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389