Fara í efni  

Fréttir

Góðar fréttir frá Flateyri

Á dögunum flutti fréttastofa Stöðvar 2 fréttir af atvinnuuppbyggingu á Flateyri. Eldi og vinnsla regnbogasilungs á vegum fyrirtækisins Arctic Odda og Dýrfisks hefur hleypt miklu lífi í atvinnulíf á Flateyri. Dýrfiskur ehf., er að tífalda eldi regnbogasilungs í Dýrafirði, sem kallar á fleiri störf á Vestfjörðum, mest við fiskvinnslu á Flateyri. Í frétt Stöðvar 2 var sagt frá vinnslu regnbogasilungs á vegum nýs félags, Arctic Odda, sem jafnframt hefur keypt fiskeldisstöðina Dýrfisk á Þingeyri.


Í fréttinni sagði Eiríkur Finnur Greipsson, fjármálastjóri Arctic Odda, að verið sé að byggja upp fiskeldið úr 200 tonna slátrun upp í 2000 tonna slátrun á næstu tveimur árum. „Þannig að ég held að megi segja það að hér sé hafin góð og hægfara uppbygging, vonandi mjög traust.“

Dýrfiskur er með eldiskvíar á Dýrafirði og seiðaeldi á Tálknafirði og hefur félagið nú einnig sótt um að leyfi til að ala regnbogasilung í Önundarfirði og í Ísafjarðardjúpi. Systurfélag Dýrfisks er jafnframt að hasla sér völl í hefðbundnum fiskveiðum og gerir út einn bát og annar er á leiðinni.  Starfsmenn fyrirtækjanna eru nú orðnir yfir 30 og boðar Eiríkur Finnur að þeim muni fjölga ört á næstu mánuðum.

Arctic Oddi keypti á síðast liðnu ári eignir þrotabús Eyrarodda af Byggðastofnun, en mikið var fjallað um það mál á sínum tíma.

Hér má sjá frétt Stöðvar 2.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389