Fréttir
Fundur Byggðastofnunar og sveitar- og verkefnisstjórna í Breiðdals- og Skaftárhreppum
Nú í byrjun september voru haldnir fundir með nýjum sveitarstjórnum og verkefnisstjórnum í Breiðdalshreppi og Skaftárhreppi í verkefninu Brothættar byggðir. Þar var verkefnið kynnt fyrir nýju fólki í stjórnunum og rætt um framhaldið. Sigríður K. Þorgrímsdóttir og Kristján Þ. Halldórsson sátu fundina af hálfu Byggðastofnunar, en Kristján var verkefnisstjóri á Raufarhöfn og mun nú starfa fyrir verkefnið í heild sinni.
Nú stendur yfir vinna við að móta verklag Brothættra byggða til framtíðar. Meðal annars þarf að leggja línur um hvernig verkefninu skuli haldið áfram á þeim stöðum sem þegar taka þátt í því, Raufarhöfn, Breiðdalshreppi, Skaftárhreppi og Bíldudal.
Á fundi með sveitarstjórn og verkefnisstjórn á Breiðdalsvík sem haldinn var á Breiðdalsvík þann 3. september var farið yfir stöðu verkefnisins og framhald. Heimamenn gerðu grein fyrir ýmsum verkefnum sem eru í gangi í sveitarfélaginu og tengjast mörg hver „Brothættum byggðum“ beint og óbeint, svo sem nýting frystihússins, verkefni eins og „rafræn leiðsögn“ og ferðaþjónustufyrirtækið Tinna Adventures, Einarsstofa í Heydölum, starfsemi Breiðdalsseturs og fleira. Það er ljóst að þrátt fyrir þá erfiðleika sem sveitarfélagið stendur frammi fyrir er jafnframt mikil gróska og líf í samfélaginu. Fundarmenn voru sammála um að það séu góðar forsendur til að halda áfram þeirri vinnu sem hófst á síðasta ári og hefur fengið heitið „Breiðdælingar móta framtíðina“. Verkefnisstjórn á Breiðdalsvík verður nokkuð breytt vegna mannabreytinga í stjórn sveitarfélagsins og hjá Austurbrú, en Helga Hrönn Melsteð er fulltrúi íbúa.
Á fundi með sveitarstjórn og verkefnisstjórn Skaftárhreppi nefnist verkefnið „Skaftárhreppur til framtíðar“. Á fundinum kom fram að þótt nokkuð hafi vantað á virkni í þeim málefnahópum sem til urðu á íbúaþinginu í október í fyrra, hafi á hinn bóginn ýmis áhersluefni íbúaþingsins verið tekin upp hjá nýrri sveitarstjórn, eins og t.d. fjarskipta- og raforkumál, menntamál og húsnæðismál. Fundarmenn voru sammála um að halda áfram þeirri vinnu sem hófst á síðasta ári og hefur fengið heitið „Skaftárhreppur til framtíðar“ og óskuðu einnig eftir stuðningi verkefnisstjórnar varðandi þekkingarsetur/gestastofu og fjarskipti. Verkefnisstjórn í Skaftárhreppi er ekki mikið breytt, í henni sitja Eygló Kristjánsdóttir sveitarstjóri, Þorvarður Hjaltason og Þórarinn Sveinsson frá SASS og Auðbjörg B. Bjarnadóttir fulltrúi íbúa, ásamt fulltrúum Byggðastofnunar.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember