Fara í efni  

Fréttir

Frystiklefinn á Rifi hlaut Eyrarrósina 2015

Frystiklefinn á Rifi hlaut Eyrarrósina 2015
Frá afhendingu Eyrarrósarinnar 2015

Eyrarrósin 2015 var afhent við hátíðlega athöfn um borð í Húna við Ísafjarðarhöfn síðastliðinn laugardag. Í ár var það Frystiklefinn á Rifi sem hlaut Eyrarrósina en Frystiklefinn á Rifi er menningarmiðstöð, listamannaaðsetur og farfuglaheimili þar sem haldnir eru menningar- og sögutengdir viðburðir allt árið. Markmið Frystiklefans er að stuðla að auknu framboði og fjölbreytni í menningarlífi á Vesturlandi, auka þátttöku bæjarbúa og gesta í menningar- og listviðburðum og að varðveita, nýta og miðla sagnaarfi Snæfellinga. Eyrarrósinni fylgja hæstu peningaverðlaun sem veitt eru menningarverkefni hér á landi, 1,65 milljónir króna. Tvö önnur verkefni voru tilnefnd í ár; Listasafn Árnesinga í Hveragerði og Sköpunarmiðstöðin Stöðvarfirði. Hljóta þau 300 þúsund króna verðlaun auk flugmiða frá Flugfélagi Íslands.

Það var Dorrit Moussiaeff forsetafrú sem afhenti Kára Viðarssyni, eiganda og framkvæmdastjóra Frystiklefans verðlaunin en hún er verandi Eyrarrósarinnar. Gísli Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, ávarpaði samkomuna sem og Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar.

Áhöfnin á Húna, sem hlaut Eyrarrósina á síðasta ári, flutti svo nokkur lög við góðar undirtektir gesta. 

Eyrarrósin er veitt árlega framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunnar. Markmið hennar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista.Þetta er í ellefta sinn sem viðurkenningin er veitt, en að verðlaununum standa Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík. 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389