Fara í efni  

Fréttir

Fréttir af Norðurslóðaáætluninni

Af þeim fjölmörgu verkefnum sem fjármögnuð eru af Norðurslóðaáætlun 2014-2020 er mörgum verkefnum nú lokið. Af þeim verkefnum sem eiga íslenska þátttakendur hafa nú 13 verkefni af 31 lokið þátttöku sinni. Hér má lesa stuttlega um fjögur af þeim þrettán verkefnum sem lokið er.

Markmið Northern Cereal snýr að því að auka fjölbreytni í aðferðum til ræktunar á korni. Verkefnið hefur leitt af sér kornræktun á nýjum svæðum innan NPA og að auki haft í för með sér aukna framleiðslu á mat og drykk úr korni í heimabyggð.

Á meðan á verkefninu Northern Cereal stóð unnu íslenskir bændur í samstarfi við MATIS að því að auka þekkingu sína og deila reynslu af því að aðlaga mismunandi tegundir byggs að loftslagi norðurslóða og hefja tilraunir til ræktunar. Afrakstur verkefnisins er fjölbreyttur og má þar nefna framleiðslu á hvort tveggja íslensku viskíi og gini sem gert er úr íslensku byggi. Þá öðluðust íslenskir bakarar að auki nýja þekkingu á notkun byggs í bakstur og jókst eftirspurn eftir mat og drykk úr byggi.

Verkefnið Making it work tekst á við áskoranir dreifðra byggða þar sem oft skortir faglært fólk í heilbrigðisgeiranum. Verkefnið hefur skoðað hvernig virk samfélagsleg þátttaka getur stuðlað að nýliðun í starfi sem svo getur skilað sér í stöðugra vinnuafli.

Á Íslandi einblíndu þátttakendur á þrálátan skort sérmenntaðra lækna á Sjúkrahúsinu á Akureyri og studdust við tillögur verkefnisins um samfélagslega þátttöku við ráðningu nýrra starfsmanna. Afrakstur verkefnisins eru sex ótímabundin stöðugildi og fjögur tímabundin stöðugildi við Sjúkrahúsið á Akureyri. Því reyndist verkefnið bera ótvíræðan árangur og hægt var að yfirfæra það yfir á hópa starfsmanna innan annarra deilda sjúkrahússins.

Verkefnið SAINT leggur áherslu á að einstaklingar fái tækifæri til að upplifa ferðaþjónustu á eigin hraða og upplifa þannig náttúruna og menningu heimamanna. Frá því að verkefnið hófst hafa íslenskir þátttakendur unnið markvisst að því að markaðssetja afþreyingu í kringum Vatnajökul og lagði verkefnið til þjálfun í markaðssetningu og notkun samfélagsmiðla fyrir smærri ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu. Þannig auðveldaði verkefnið ferðaþjónustuaðilum að ná betur til sinna markhópa. Jóga við sjávarsíðuna á Höfn í Hornafirði og kajakferðir milli jökla eru meðal þeirra afurða sem urðu til vegna SAINT. Að auki unnu smærri fyrirtæki að því í sameiningu að þróa frumkvöðlaverkefni þar sem boðið var upp á tilboð í afþreyingu og mat og drykk.

Á svæði NPA eru gjöfular náttúruauðlindir þar sem m.a. ígulker þrífast vel. Veiðar ígulkera eru hins vegar áskorun af margvíslegum orsökum, til dæmis af umhverfisástæðum, vegna ófullnægjandi fiskveiðistjórnunar og skorts á tækni og þekkingu. Markmið verkefnisins URCHIN er að bæta úr því með því að sameina krafta helstu sérfræðinga á sviðinu frá Noregi, Íslandi, Írlandi, Grænlandi og Kanada og hefur það borið árangur. Veiði ígulkera á svæði NPA hefur aukist, þróuð var nýjung í veiðitækni ígulkera á afskekktum og krefjandi veiðisvæðum ásamt því að innleidd var hagstæð fiskveiðistjórnun. Á Íslandi var stofn ígulkera í Breiðafirði rannsakaður og mögulegt var að áætla stærð og útbreiðslu stofnsins. Byggt á þeim niðurstöðum var í fyrsta sinn hægt að útbúa áætlun sjálfbærra veiða ígulkera á Íslandi. Þá uppgötvuðust að auki ný veiðisvæði í Breiðafirði sem leiddi af sér atvinnusköpun.

Iceland Project Map


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389