Fara í efni  

Fréttir

Framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra auglýsir eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024 vegna verkefna sem tengjast aðgerð A.10 Almenningssamgöngur um land allt. Markmiðið er að styðja við þróun almenningssamgangna, sérstaklega út frá byggðalegum sjónarmiðum.

Til ráðstöfunar verða allt að 32,5 m.kr. Styrkupphæð getur numið allt að 80% af heildarkostnaði við verkefni og skal verkefnum lokið fyrir árslok 2021.

Styrkhæf verkefni geta verið tengd:

  • Þjónustu. Verkefni sem snúast um að samþætta almenningssamgöngur annarri þjónustu eða breytingum á rekstrarformi, s.s. deililausnum og samflutningum.
  • Markaðsmálum. Markaðsátak sem miðar að því að bæta nýtingu á núverandi þjónustu. Getur verið í ýmsu formi og beinst að mismunandi hópum.
  • Rannsóknum og þróun. Verkefni sem miða t.d. að nýsköpun í þjónustu.

Veitt verða framlög til verkefna:

  • Sem nýtast einstökum svæðum eða byggðalögum innan landshlutans
  • Sem nýtast landshlutanum í heild
  • Sem nýtast landinu öllu

Við forgangsröðun umsókna verður litið til verkefna sem styðja við:

  • Ferðumst saman. Heildarstefnu í almennings­samgöngum milli byggða.
  • Byggðasjónarmið og áherslur sem fram koma í stefnumótandi byggðaáætlun.
  • Önnur atriði sem skipta máli við mat á aðstæðum viðkomandi svæðis eða landshluta.

Í umsókn skal umsækjandi meðal annars lýsa með greinargóðum hætti markmiðum verkefnis, áætlun um framkvæmd þess og tíma- og kostnaðaráætlun. Þá skal koma fram mat á væntum áhrifum verkefnisins m.t.t. aðgengis íbúa, notkunar þjónustunnar eða annarra þátta sem stuðla að bættum almenningssamgöngum.

Njóti umsækjandi annarra styrkja eða framlag vegna verkefnisins skal hann gera grein fyrir því í umsókn.

Umsóknir þurfa að berast í gegnum rafrænt umsóknarform Byggðastofnunar fyrir miðnætti 14. ágúst 2020.

Þriggja manna valnefnd gerir tillögur til ráðherra um veitingu framlaga til verkefna á grundvelli úthlutunarskilmála. Áætlað er að niðurstöður ráðherra liggi fyrir í byrjun september 2020.

Byggðastofnun annast fyrir hönd ráðuneytisins samningsgerð við styrkþega, umsýslu með greiðslum og eftirlit með framkvæmd verkefnis.

Nánari upplýsingar veitir Árni Freyr Stefánsson í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389