Fréttir
ESPON auglýsir útboð fyrir ný byggðarannsóknarverkefni
ESPON er ein af áætlunum ESB um milliríkjasamstarf sem Ísland er þátttakandi í. ESPON, sem stendur fyrir European Territorial Observatory Network, miðar að því að efla magn og gæði byggðarannsókna í löndum Evrópu og greiða aðgengi opinberra stjórnvalda að áreiðanlegum og vönduðum gögnum og rannsóknarniðurstöðum til notkunar í opinberri stefnumótun innan byggðamála.
Í lok árs 2022 setti ESPON af stað sína þriðju starfsáætlun, ESPON 2030, og nú er komið að því að kalla eftir þátttöku evrópskra rannsakenda í sjö verkefnum sem skilgreind hafa verið af framkvæmdastjórn og stýrinefnd ESPON. Áhugasamar stofnanir, háskólar, vísindamenn og/eða aðrir rannsakendur geta nú sent inn umsókn í gegnum tilboðsgátt ESPON þar sem gerð eru tilboð í framkvæmd á umræddum rannsóknaverkefnum. Um er að ræða eftirfarandi rannsóknarverkefni:
Terres - Territorialising Resilience: Transforming Europe from an Age of Crisis
- Fjárstyrkur til verkefnisins: €900.000
- Verkefnið fellur innan eftirfarandi áhersluþema ESPON 2030: Places resilient to crises
- Umsóknarfrestur er til 17. apríl 2023
CoBren - Territorial cooperation for blue renewable energy.
- Fjárstyrkur til verkefnisins: €500.000
- Verkefnið fellur innan eftirfarandi áhersluþema ESPON 2030: Climate neutral territories
- Umsóknarfrestur er til 17. apríl 2023
TANDEM - Territorial Analysis of Decentralised Energy Markets
- Fjárstyrkur til verkefnisins: €700.000
- Verkefnið fellur innan eftirfarandi áhersluþema ESPON 2030: Climate neutral territories
- Umsóknarfrestur er til 17. apríl 2023
No-Stageo - Territorial governance of non-standard geographies
- Fjárstyrkur til verkefnisins: €900.000
- Verkefnið fellur innan eftirfarandi áhersluþema ESPON 2030: Governance of new geographies
- Umsóknarfrestur er til 17. apríl 2023
OVERLAP - Overlapping crises (re)shaping the future of regional labour markets
- Fjárstyrkur til verkefnisins: €600.000
- Verkefnið fellur innan eftirfarandi áhersluþema ESPON 2030: Perspective for all people and places
- Umsóknarfrestur er til 17. apríl 2023
HouseForAll - Access to affordable and quality housing for all people
- Fjárstyrkur til verkefnisins: €700.000
- Verkefnið fellur innan eftirfarandi áhersluþema ESPON 2030: Perspective for all people and places
- Umsóknarfrestur er til 17. apríl 2023
BAROWEALTH - A Barometer on average income for European regions
- Fjárstyrkur til verkefnis: €450.000
- Verkefnið fellur innan eftirfarandi áhersluþema ESPON 2030: Perspective for all people and places
- Umsóknarfrestur er til 2. maí 2023
Verkefni sem þessi eru ávallt framkvæmd af hópi samstarfsaðila og því nauðsynlegt að vera hluti af slíkum hópi til þess að senda inn gilt tilboð. Í verkefnum sem ESPON styrkir er ekki gert ráð fyrir mótframlögum tilboðsgjafa, heldur að styrkurinn dugi til alls kostnaðar við vinnslu rannsóknanna. Tilboðin eiga að fela í sér verklýsingar sem ráða miklu um mat á tilboðunum ásamt trúverðugleika. Hafi íslenskri rannsakendur áhuga á þátttöku í fyrrgreindum rannsóknarverkefnum hvetjum við viðkomandi til þess að hafa samband við landstengilið ESPON á Íslandi, Ragnhildi Friðriksdóttur (ragnhildur@byggdastofnun.is), sem getur leiðbeint um næstu skref og aðstoðað við tengslamyndun og leit að samstarfsaðilum.
Sjá nánar um ESPON og nýju rannsóknaráætlunina ESPON 2030 á heimasíðu Byggðastofnunar, heimasíðu ESPON og á facebook síðu ESPON sem er reglulega uppfærð með nýjustu fréttum.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember