Fréttir
Erlend lán Byggðastofnunar
Almennt
17 ágúst, 2012
Vegna fréttaflutnings á Bylgjunni og visir.is undanfarið um erlend lán Byggðastofnunar er rétt að taka fram að:
- Það hvort Byggðastofnun afskrifar lán, erlend eða í íslenskum krónum, ræðst af heimildum hennar lögum samkvæmt, en hefur ekkert með ríkisábyrgð að gera. Um niðurfærslu lána Byggðastofnunar gilda ákvæði laga og reglugerðar um Byggðastofnun, auk verklagsreglna stofnunarinnar þar að lútandi sem birtar eru á heimasíðu hennar.
- Það er afstaða Byggðastofnunar að erlend lán hennar séu lögmæt lán í erlendri mynt. Dómar Hæstaréttar Íslands um svonefnd gengislán gefa ekki vísbendingu um annað. Erlend lán Byggðastofnunar verða því ekki færð niður á þeirri forsendu að þau séu ekki lögmæt. Það er dómstóla, og á endanum Hæstaréttar að skera úr um það. Rétt er að taka fram að allt frá hruni bankanna hefur Byggðastofnun fært niður lán, jafnt erlend lán sem í íslenskum krónum, hjá fjölda skuldara stofnunarinnar í samræmi við almennar heimildir þar að lútandi, einkum á grundvelli samkomulags ríkisstjórnarinnar, samtaka fjármálafyrirtækja og samtaka atvinnulífsins frá desember 2010, nefnt „Beina brautin“. Verklag Byggðastofnunar er að þessu leyti fullkomlega sambærilegt við verklag viðskiptabanka og sparisjóða um afskriftir lána.
- Byggðastofnun hefur í kjölfar bankahrunsins lagt verulegar fjárhæðir í varasjóð vegna væntra útlánatapa, og stendur varasjóður útlána nú í 2,5 milljörðum króna. Þessi framlög, ásamt gengisfalli íslensku krónunnar skýra lækkað eigið fé undanfarin misseri. Vegna þessa hefur stofnunin þurft á eiginfjárframlögum að halda úr ríkissjóði á sama hátt og aðrar fjármálastofnanir í landinu. En af þessu sökum er stofnunin nú ágætlega í stakk búinn til að takast á við erfiðleika í rekstri viðskiptavina hennar. Hitt er annað að ef svo færi að lán Byggðastofnunar í erlendum myntum yrðu dæmd ólögmæt yrði það verulegt fjárhagslegt áfall fyrir hana, og af sjálfsögðu eiganda stofnunarinnar, ríkissjóð.
- Vegna fréttaflutnings á Bylgjunni og visir.is er einnig rétt að taka fram að Fjármálaeftirlitið hefur ekki gert kröfur til Byggðastofnunar um 16% hlutfall eigin fjár, líkt og gildir nú um viðskiptabanka og sparisjóði, enda eðli starfseminnar alls ólíkt. Megintilgangur útlánastarfsemi Byggðastofnunar er að tryggja atvinnulífi á starfssvæði hennar aðgengi að lánsfé óháð staðsetningu. Eðli máls samkvæmt er því rekstur útlánastarfsemi Byggðastofnunar bundinn meiri áhættu en annarra lánastofnana. Eiginfjárhlutfall Byggðastofnunar er nú 10,12%.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember