Fara í efni  

Fréttir

Er húsnæðisskortur í brothættum byggðum að hamla frekari uppbyggingu þeirra?

Er húsnæðisskortur í brothættum byggðum að hamla frekari uppbyggingu þeirra?
Ársskýrsla Brothættra byggða 2022 er nú komin út

„Þróunin hefur verið í þessa átt og margt sem hefur stuðlað að henni og er svo komið víða að eitt af stærri viðfangsefnum þessara byggðarlaga er skortur á húsnæði sem á jafnt við um íbúðarhúsnæði til sölu, leiguíbúðir og atvinnuhúsnæði“ segir Kristján Þ. Halldórsson sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar í Brothættum byggðum. Hann nefnir að meðal áhrifaþátta sé skortur á byggingu nýs íbúðarhúsnæðis, skortur á þjónustuíbúðum fyrir aldraða, misræmi milli byggingaverðs og söluverðs og aukna nýtingu eldri húsa sem sumarhúsa. Eins sé þróunin í þá átt að ungt fólk og nýbúar sæki í auknum mæli eftir húsnæði á þessum svæðum“.

Fjórtán byggðalög á Íslandi hafa tengst verkefni Byggðastofnunar, Brothættum byggðum, síðan það hóf göngu sína fyrir 10 árum en Raufarhöfn varð fyrst byggðalaga til þátttöku sem snérist allra helst að því að snúa við viðvarandi fækkun íbúa og erfiðleikum í atvinnulífi.  Síðan þá hafa þrettán önnur byggðalög um land allt notið faglegs og fjárhagslegs stuðnings Byggðastofnunar í verkefninu.

Kristján segir að verkefnið hafi gagnast íbúum allra byggðarlaganna fjórtán til að ýta undir grósku og frumkvæði. Það hafi skilað sér í frekari þróun verkefna með t.d. sókn í stærri sjóði, t.d. í Uppbyggingasjóði sóknaráætlana og fengið þar brautargengi. Einnig hefur það stuðlað að því að þung og flókin mál hafa komist á dagskrá svo sem innviðir í þessum samfélögum. Nefna má vegagerð á Borgarfirði eystra, vetrarþjónustu í Árneshreppi og þrífösun rafmagns í Skaftárhreppi og Árneshreppi.

Styrkjareglur voru rýmkaðar fyrir nokkrum árum, þannig að hægt er að styðja frumkvöðla með styrk til stofnfjárfestinga í atvinnurekstri en að sögn Kristjáns er slík fjárfesting oft mjög hár þröskuldur í þróunarverkefnum í minnstu samfélögunum þar sem aðgangur að fjármunum er tæplega til staðar s.s. frá bönkunum.

„ Að sjálfsögðu kallar þetta á varfærni vegna samkeppnissjónarmiða en að mínu mati hefur þetta reynst farsælt. Dæmi um þetta má taka frá stuðningi við uppbyggingu kjötvinnslu, Beint frá býli, á sveitabæjum í fleiri en einu byggðalagi og til að byggja upp afþreyingu í ferðaþjónustu svo sem í Grímsey“ segir Kristján Þ. Halldórsson að lokum.

Nýjustu ársskýrslu Brothættra byggða má nálgast hér.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389