Fara í efni  

Fréttir

Byggðastofnun heimsótti Vestfirði

Forstöðumenn og stjórn Byggðastofnunar nýttu ferðina vestur vegna ársfundar Byggðastofnunar í Bolungarvík til fjölbreyttra heimsókna.  Byrjað var á heimsókn í rækjuvinnsluna Kampa þriðjudaginn 16. apríl en forsvarsmenn fyrirtækisins voru þar með góða kynningu á starfseminni.

Að morgni miðvikudagsins 17. apríl fór hópurinn í heimsókn til Örnu ehf og gekk þar um vinnsluna með forsvarsmönnum félagsins og kynntist starfseminni betur.

Fimmtudaginn 18. apríl heimsóttu Arnar Már forstjóri, Hrund forstöðumaður fyrirtækjasviðs og Sigríður Elín forstöðumaður þróunarsviðs forsvarsmenn Vestfjarðastofu og ræddu ýmis málefni, m.a. svæðiskipulag Vestfjarða, lánveitingar og hlutafé til fyrirtækja á svæðinu, fiskeldi, skipulagsmál og margt fleira auk þess að skoða nýbyggðar stúdentaíbúðir á Ísafirði.  Að því loknu heimsóttu þau bæjarstjóra og hluta sveitarstjórnar Ísafjarðarbæjar hvar fjöldamörg málefni voru til umræðu eins og aflamark Byggðastofnunar, almenningssamgöngur í dreifbýli, lánaflokkar Byggðastofnunar og hlutafjárkaup svo eitthvað sé nefnt.

     

Sigríður Elín og Arnar Már með Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra á Ísafirði     

              

 

Hrund, Sigríður Elín og Arnar Már hér með Peter Weiss og Ester Sturludóttir frá Háskólasetri Vestfjarða ásamt Sigríði Ó. Kristjánsdóttur frá Vestfjarðastofu.

Að kvöldi fimmtudags voru Arnar Már og Sigríður Elín viðstödd úthlutunarhátíð styrkja úr Frumkvæðissjóði Sterkra Stranda sem heyrir undir byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir þar sem 18 fjölbreyttum verkefnum var úthlutað samtals 23,5 m.kr. til uppbyggingar í Strandabyggð.

Frá afhendingu styrkja úr Frumkvæðissjóði Sterkra Stranda

Kraftur og jákvæðni einkenndi allar þessar heimsóknir og ljóst að Vestfirðir eru í mikilli sókn.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389