Fara í efni  

Fréttir

Traust skref sveitarfélaga í átt að aðlögun að loftslagsbreytingum

Traust skref sveitarfélaga í átt að aðlögun að loftslagsbreytingum
Frá vinnustofu á Höfn í Hornafirði

Í nóvember 2023 hófst verkefnið „Aðlögun sveitarfélaga að áhrifum loftslagsbreytinga“ (verkefni C.10. í byggðaáætlun) af fullum krafti. Verkefnið er á ábyrgð umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytisins og framkvæmt í samstarfi við Byggðastofnun, Skipulagsstofnun og skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands. Auk þessa aðila eru fimm sveitarfélög sem hafa tekið virkan þátt í að þróa verkefnið yfir líftíma þess. Lögð var áhersla á að sveitarfélögin væru sem fjölbreyttust m.t.t. stærðar, staðsetningar, lykilatvinnugreina og loftslagstengdra áskorana.

Mynd 1. Sveitarfélögin sem taka þátt í C.10. verkefninu og viðfangsefni þeirra. Við val á sveitarfélögum var lögð áhersla á fjölbreytta stærð, staðsetningu og loftslagstengdar áskoranir. 

Fyrsta skref verkefnisins með sveitarfélögunum og hagaðilum þeirra var að halda vinnustofur til að greina helstu áhættur loftslagstengdra náttúruváa. Á vinnustofunum voru skoðaðir sögulegir náttúruvár atburðir sem höfðu áhrif á sveitarfélagið. Einnig voru settar upp framtíðarsviðsmyndir og eftir bestu getu reynt að meta hver áhrifin gætu orðið á sveitarfélagið m.t.t. áframhaldandi breytinga í loftslagi sem geta aukið áhrif náttúruvár.

RAST verkfærið

Út frá niðurstöðum vinnustofanna var ákveðið að staðfæra aðferðafræði að íslenskum aðstæðum sem upphaflega var þróuð fyrir sveitarfélög í Evrópu og kallast RAST (Regional Adaptation Support Tool). Aðferðafræðin byggir á verkfæri sem tekur mið af ákveðnum atriðum hjá sveitarfélaginu m.t.t. þeirrar náttúruvár sem verið er að skoða. RAST nýtist sveitarfélögum til að greina tjónnæmi samhliða aðlögunargetu út frá tölulegum skala frá 1-5, annars vegar fyrir tjónnæmi og hins vegar aðlögunargetu. Gildi 1 fyrir tjónnæmi merkir að áhrif várinnar verða óveruleg og ekki er þörf á sérstöku viðbragði en gildi 5 þýðir að tjónið geti orðið mjög mikið og þörf er á miklu viðbragði strax. Gildi 1 fyrir aðlögunargetu þýðir að sveitarfélagið hefur litla getu til að bregðast við áhrifum várinnar í núverandi loftslagi en gildi 5 þýðir að geta sveitarfélagsins sé góð í núverandi og framtíðar loftslagi. Þessi gildi eru svo sameinuð til að fá út heildarmat á viðkvæmni sveitarfélagsins gagnvart áhrifum náttúruvárinnar. Niðurstöður slíkra mata eru háðar gæðum gagnanna sem liggja til grundvallar fyrir RAST verkfærið. 

Mynd 2. Einfölduð mynd af RAST verkfærinu.

Að halda vinnustofur í sveitarfélögunum hefur reynst vel til að safna gögnum og draga fram staðarþekkingu íbúa og hagaðila sem er ekki endilega auðsækjanleg í skýrslur eða gögn. Þegar sveitarfélag og samfélag þess tekur virkan þátt í vinnu RAST mats má gera ráð fyrir árangursríkari og traustari niðurstöðu.

Viðkvæmnimat þátttökusveitarfélaganna

Þátttökusveitarfélögin fimm hafa öll unnið viðkvæmnimat með RAST verkfærinu og greint nánar stöðu sína vegna mismunandi náttúruvár. Niðurstöðurnar ná yfir möguleg áhrif þeirra náttúruváa sem líklegar eru til að valda mestum skaða eða erfiðleikum fyrir sveitarfélagið. Öll sveitarfélögin greina hjá sér ákveðna þætti þar sem þau eru mögulega varnarlaus eða að mestu leyti varnarlaus gagnvart náttúruvánni. Tjónnæmið er breytilegt milli sveitarfélaga en fyrir flesta atburði er talin þörf á viðbragði sem fyrst. Aðlögunargetan er einnig breytileg en fyrir flesta atburði er talið að sveitarfélagið standi nú þegar frammi fyrir áskorunum vegna náttúruvár eða að sveitarfélagið hafi getu til að bregðast við í núverandi aðstæðum en útlit sé fyrir miklar áskoranir vegna komandi loftslagsbreytinga.

Fyrirliggjandi matsniðurstöður sýna að viðkvæmni þátttökusveitarfélaganna er að meðaltali 3,7 (á skalanum 1-5) sem undirstrikar mikilvæga þörf þess að sveitarfélögin verða að bregðast við og framkvæmi úrbætur þar sem þeirra er þörf. 

Mynd 3. Viðkvæmni þátttökusveitarfélaganna sem taka þátt (samkvæmt RAST matinu) er sýnd á lituðum skala. Á skalanum 1-5 þá skora þátttökusveitarfélögin 3,7. 

Nánar verður greint frá framgangi verkefnisins á komandi mánuðum. Næstu skref eru að hvert þátttökusveitarfélaganna fimm vinnur að gerð aðlögunarpakka sem samanstendur af sérsniðnum aðlögunaraðgerðum sem hafa verið nánar útfærðar af þátttakendum í seinni vinnustofu sveitarfélaganna og byggir á ofangreindu RAST mati. Vonir standa til að áætlanirnar verði grunnur að frekara samtali og ákvarðanatöku innan sveitarfélaganna um að framkvæma nauðsynlegar aðlögunaraðgerðir. 

 


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389