Fréttir
Þróun byggða, samfélagsþátttaka og frumkvöðlastarf
Ísland er strjálbýlasta land Evrópu og dreifist byggð í borgir, bæi og sveitir. Það er ekki sjálfgefið að búseta á hverjum stað sé stöðug eða fari vaxandi jafnvel þó saga byggðarlaga spanni árhundruð. Með breytingum á atvinnuháttum og samfélagsgerð fylgja fólksflutningar sem hafa áhrif á tækifæri og möguleika svæða til vaxtar. Dæmi um þetta er Bíldudalur sem um tíma átti undir högg að sækja vegna samdráttar í sjávarútvegi en nýtur nú vaxtar samhliða uppbyggingu í laxeldi.
Í stefnumörkunarskjalinu Ísland 2020 er lögð skýr áhersla á byggðaþróun og að unnar séu sóknaráætlanir fyrir hvern landshluta. Stefna stjórnvalda í byggðamálum er útfærð og framkvæmd á ýmsa vegu, en þar gegnir Byggðastofnun mikilvægu hlutverki. Skv. lögum nr. 106/1999 um Byggðastofnun er það hlutverk hennar að „vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs á landsbyggðinni“. Sem hluta af Byggðaáætlun 2014-2017 hefur Byggðastofnun stýrt verkefninu Brothættar byggðir sem miðar að því að aðstoða byggðalög sem eiga undir högg að sækja. Vel þekkt er að með fólksfækkun brestur grundvöllur fyrir rekstri þjónustu við íbúa og gjarnan fer af stað keðjuverkun sem veldur hnignun samfélagsins á ýmsum sviðum. Meginmarkmið verkefnisins Brothættar byggðir er að stöðva viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðakjörnum meðal annars með eflingu samfélags og sköpun nýrra atvinnutækifæra. Með slíkri þróun má gera smærri byggðalögum kleyft að vaxa, dafna og verða sjálfbær.
Þátttaka íbúa í hvers kyns byggðaþróunarverkefnum er lykilatriði. Bæði hefur það sýnt sig að slíkt starf eflir samfélagsvitund þeirra sem taka þátt, en einnig felast mikil verðmæti í þekkingu íbúanna á sérstöðu, innviðum og tækifærum sinnar heimabyggðar.
Byggðastofnun leiðir tveggja ára evrópskt samstarfsverkefni, INTERFACE, í samstarfi við Háskólann á Bifröst auk erlendra þátttakenda frá Búlgaríu, Grikklandi, Írlandi og Ítalíu. INTERFACE stendur fyrir Innovation and Entrepreneurship for Fragile Communities in Europe, sem þýða mætti sem Nýsköpun og frumkvöðlastarf í brothættum byggðarlögum í Evrópu. Auk þess að þiggja mótframlög frá þátttökuaðilum verkefnisins er það fjármagnað með €247.000 styrk frá Erasmus+ styrkjaáætlun ESB. Meginmarkmið verkefnisins er að þróa þjálfunar- og kennsluefni fyrir íbúa sem vilja vinna að samfélagsþróun og uppbyggingu byggðarlaga sem eiga undir högg að sækja, meðal annars sökum fólksfækkunar og fábreyttra atvinnutækifæra. Verkefnið er einnig mikilvægur vettvangur fyrir lærdóm og miðlun reynslu annarra þjóða enda eru viðfangsefnin sambærileg í löndunum allt í kringum okkur.
INTERFACE verkefnið byggir á þarfagreiningu sem unnin er innan þátttökusvæðanna sem valin hafa verið í hverju landi. Þjálfun íbúa byggir einnig að hluta á aðferðum markþjálfunar. Íbúar öðlast færni til að vinna með og virkja aðra íbúa samfélags til framþróunar þess og munu þeir einnig skipuleggja vinnustofur þar sem unnið er að atvinnu- og samfélagsþróun.
Þriðjudaginn 28. ágúst fer fram á Borgarfirði eystri upplýsingafundur þar sem fjallað verður um niðurstöður greiningar á þeim áskorunum sem dreifðari byggðalög standa frammi fyrir. Litið var til svæða sem hafa ýmist glímt við fólksfækkun, fábreytt atvinnulíf eða skort á uppbyggingu innviða. Einnig verða kynnt þau tækifæri til þjálfunar og samfélagsþátttöku sem unnið er að með verkefninu, og verkefnisstjóri úr þátttökubyggðalagi Brothættra byggða deilir reynslu sinni.
Fundurinn er öllum opinn og gefst íbúum og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri til að ræða þessi viðfangsefni og setja fram sín sjónarmið. Fundurinn fer fram í félagsheimilinu Fjarðarborg á Borgarfirði eystri, þriðjudaginn 28. ágúst kl. 12:00 – 16:00.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember