Fréttir
Íbúaþing á vegum Brothættra byggða í Reykhólahreppi
Um næstu helgi, dagana 22. og 23. mars nk., verður íbúaþing haldið í Reykhólaskóla en Reykhólahreppur er fimmtánda og jafnframt nýjasta þátttökubyggðarlagið í byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir. Íbúaþingið markar í raun upphaf verkefnisins þar sem íbúar koma saman, ræða hagsmunamál byggðarlagsins og móta áherslur í verkefninu. Á íbúaþinginu er svokölluð open space aðferðafræði notuð þar sem engin fyrir fram mótuð dagskrá er fyrir utan upphaf þings og endi. Sigurborg Kr. Hannesdóttir hjá Ildi mun stýra íbúaþinginu, Embla Dögg verkefnisstjóri og fulltrúar verkefnisstjórnar verða henni innan handar við framkvæmd og undirbúning.
Vonir standa til að íbúar á öllum aldri og velunnarar Reykhólahrepps fjölmenni á íbúaþingið og taki virkan þátt strax frá upphafi. Íbúaþingið hefst kl. 11:00 laugardaginn 22. mars og því lýkur með veislukaffi kl. 15:30 sunnudaginn 23. mars. Í kjölfar þingsins verður verkefnisáætlun mótuð og gera má ráð fyrir að gangi sú vinna vel, verði opnað fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð Brothættra byggða í byggðarlaginu snemmsumars. Á íbúaþinginu gefst þannig einstakt tækifæri til að hafa áhrif á mótun verkefnisins í Reykhólahreppi.
Byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir í Reykhólahreppi byggir á öflugu samstarfi íbúa, sveitarfélags, Vestfjarðastofu og Byggðastofnunar. Góðir hlutir geta gerst með samstilltu átaki, margt spennandi er að gerast í sveitarfélaginu um þessar mundir og með tilkomu verkefnisins mun íbúum gefast aukin tækifæri til að stuðla að eflingu samfélagsins.
Starfsfólk Byggðastofnunar hvetur íbúa til virkrar þátttöku, það stefnir í áhugavert íbúaþing í Reykhólaskóla um næstu helgi!
Sjá fésbókarsíðu verkefnisins hér
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember