Fréttir
Fyrsti samningur við sveitarfélag um aðgerðir til stuðnings við atvinnulíf og samfélag vegna hruns ferðaþjónustu undirritaður
Í fjáraukalögum fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir tímabundnu framlagi að fjárhæð 150 milljónir kr. til sértækra aðgerða hjá sex sveitarfélögum sem skv. greiningu Byggðastofnunar standa hvað verst að vígi vegna niðursveiflu í ferðaþjónustu. Þau eru Skútustaðahreppur, Sveitarfélagið Hornafjörður, Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra og Bláskógabyggð. Aðgerðirnar eiga að styðja við atvinnulíf og samfélag vegna þessara tímabundnu aðstæðna. Markmið þeirra er að skapa betri grundvöll fyrir fjölbreyttara atvinnulíf til lengri tíma og styrkari stoðir þess, stuðla að nýsköpun og búa til tækifæri.
Við útfærslu verkefna og yfirferð voru skipuð tvö þriggja manna teymi fulltrúa Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, Byggðastofnunar og annars vegar Samtaka sveitarfélag á Norðurlandi eystra og hins vegar Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur falið Byggðastofnun að annast umsýslu vegna samningagerðar, útgreiðslu fjármuna og nauðsynlega eftirfylgni.
Í dag var fyrsti samningurinn undirritaður af Aðalsteini Þorsteinssyni forstjóra Byggðastofnunar og Sveini Margeirssyni sveitarstjóra Skútustaðahrepps. Þær aðgerðir sem Skútustaðahreppur hyggst fara í lúta að hamingjuverkefni Skútustaðahrepps, aðgerðaráætlunar verkefnisins Nýsköpunar í norðri og greining orkukosta.
Á næstu dögum og vikum er síðan gert ráð fyrir að gengið verði frá samningum við hin sveitarfélögin fimm.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember