Fréttir
Byggðarannsóknasjóður styrkir fjögur verkefni
Nýverið var úthlutað styrkjum úr Byggðarannsóknasjóði til fjögurra verkefna. Umsóknarfrestur var til 16. febrúar sl. og alls bárust 12 umsóknir, samtals að upphæð 38,5 m.kr. og heildarkostnaður verkefna er 39,6 m.kr. Til úthlutunar eru 10 m.kr.
Niðurstaða stjórnar var að veita styrki að heildarfjárhæð 10 m.kr. til eftirfarandi fjögurra verkefna:
Heiti verkefnis | Umsækjandi | Styrkupphæð |
Ráðandi tungumál í íslenskri ferða.jónustu | Sigríður Sigurðardóttir, Háskólinn á Hólum | kr. 2.500.000 |
Working class women | Berglind Hólm, Háskólinn á Akureyri | kr. 2.500.000 |
The Role of Cultural Institutions | Anna M. Wojstynska, Háskóli Íslands | kr. 2.500.000 |
Sjálboðaliðar í Brothættum byggðum | Jónína Einarsdóttir, Háskóli Íslands | kr. 2.500.000 |
Stutt lýsing á hverju verkefni:
Ráðandi tungumál í íslenskri ferðaþjónustu. Styrkþegi, Háskólinn á Hólum, ferðamáladeild, Sigríður Sigurðardóttir.
Skoða á hver staða íslensku er í íslenskri ferðaþjónustu. Rannsakendur byggja á niðurstöðum viðhorfskönnunar og fleiri gögnum sem þegar hefur verið aflað. Í framhaldinu verður rætt við fyrirtæki í ferðaþjónustu, sveitarfélög o.fl. um málstefnu viðkomandi. Skoða hvernig íslenskan er notuð í markaðssetningu í ferðaþjónustu og vekja athygli á þeim menningararfi sem felst í tungumálinu.
Working-Class women, Well-being and the Welfare State: New Evidence from the Icelandic Context. Styrkþegi, Háskólinn á Akureyri, Berglind Hólm Ragnarsdóttir.
Rannsaka á andlega og líkamlega heilsu kvenna með lágar tekjur, bæði í dreifbýli og þéttbýli. Finna á út hvernig velferðarstefna stjórnvalda virkar fyrir þennan hóp eða virkar ekki, en rannsóknir á þessum þjóðfélagslega hópi skortir.
The role of cultural institutions the context of mobility and migration to rural areas of Iceland. Styrkþegi, Anna M. Wojstynska doktorsnemi við Háskóla Íslands.
Skoða á hlutverk menningarstofnana og samfélagsmiðstöðva á landsbyggðinni gagnvart innflytjendum og hvort þær eru í stakk búnar til að leggja sitt af mörkum til aðlögunar þeirra. Starfsemin í dreifbýlinu verður sérstaklega til skoðunar. Verkefnið er unnið í samstarfi við nokkur bókasöfn á landinu, en staðirnir voru valdir út frá háu hlutfalli íbúa af erlendum uppruna.
Sjálfboðaliðar í Brothættum byggðum. Styrkþegi, Jónína Einarsdóttir, Háskóli Íslands.
Styrkþegar hafa rannsakað sjálfboðastarf á Íslandi síðan árið 2017 og þá í dreifbýli. Stuðst verður við fyrirliggjandi gögn og tekin viðtöl. Varpað verður á ljósi á ástæður þess að aðilar í svokölluðum brothættum byggðum ráði til sín erlenda sjálfboðaliða og hvaða áhrif það hafi á atvinnumál og afkomu samfélagsins.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember