Fréttir
Blábankinn á Þingeyri er handhafi Landstólpans 2019
Á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn var á Siglufirði fimmtudaginn 11. apríl, var Landstólpinn, samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar, afhentur í níunda sinn. Að þessu sinni hlaut Blábankinn á Þingeyri viðurkenninguna.
Landstólpinn er veittur einstaklingi, fyrirtæki eða hóp/verkefni á vegum fyrirtækis eða einstaklinga, fyrir framtak sem vakið hefur jákvæða athygli á byggðamálum, landsbyggðinni í heild, eða einhverju tilteknu byggðarlagi og þannig aukið veg viðkomandi samfélags. Viðurkenningin er hvatning, hugmynd að baki er að efla skapandi hugsun og bjartsýni.
Viðurkenningargripurinn í ár er listmunur úr rekavið af Skaga, sem er nesið á milli Húnaflóa og Skagafjarðar, hannaður og útskorinn af Erlendi Magnússyni, listamanni á Skagaströnd en hann er m.a. þekktur fyrir skúlptúr úr stuðlabergi úr Spákonufelli.
Tilnefningar til Landstólpans bárust víðsvegar að af landinu, en alls voru 12 aðilar tilnefndir.Niðurstaða dómnefndar varð sú að veita Blábankanum á Þingeyri Landstólpann 2019.
Blábankinn er einstaklega hvetjandi nýsköpunar- og samfélagsverkefni þar sem íbúarnir sjálfir höfðu frumkvæði af því að þróa og skipuleggja starfsemina með opinberum aðilum og þjónustuveitendum.
Blábankinn rekur öfluga ímyndarherferð sem leggur áherslu annars vegar á fjölbreytni og gildi mannlífs og náttúru Dýrafjarðar og hins vegar á möguleika og framtíð staðarins. Blábankinn er sameiningartákn og hreyfiafl í samfélaginu. Fjöldi viðburða og funda eru haldnir innan veggja hans í hverjum mánuði en bæði heima- og aðkomufólk nýta sér aðstöðuna sem vinnurými, sköpunarrými, samfélagsmiðstöð og margt fleira. Þegar Blábankinn var stofnaður haustið 2017 voru um 80 störf á Þingeyri, en ekkert þeirra dæmigert skrifstofustarf. Í dag vinna að jafnaði 3 – 6 aðilar hverju sinni innan veggja Blábankans, bæði tímabundið og til frambúðar, í skapandi greinum, stjórnsýslu og frumkvöðlastarfi. Á fyrstu 12 mánuðum starfseminnar dvöldu í Blábankanum 70 skapandi einstaklingar og unni samtals 900 vinnudaga, m.a. gegnum nýsköpunarhraðal og vinnustofur. Þessir einstaklingar taka jafnan virkan þátt í því samfélagi sem fyrir er og hefur Blábankinn því á tiltölulega skömmum tíma og með lítilli fjárfestingu haft töluverð áhrif á atvinnumynstur staðarins.
Íbúar á Þingeyri, stofnendur og starfsfólk Blábankans hafa saman unnið stórvirki og framkvæmt það sem aðrir höfðu ekki hugarflug til. Starf þeirra er öðrum innblástur og hvatning og ómetanleg fyrir samfélagið.
Heitið Landstólpinn er fengið úr kvæði Jónasar Hallgrímssonar, Alþing hið nýja (1840). Jónas segir bóndann stólpa búsins og búið stólpa landsins, það sem landið treystir á. Viðurkenning Byggðastofnunar er þó ekki bundin við landbúnað eða sveitir landsins, merkingu búsins í bændasamfélagi 19. aldar er yfirfærð á nútímasamfélagið, sem byggir á mörgum stoðum og stólpum. Landstólpinn var fyrst afhentur árið 2011.
Handhafar Landstólpans 2011-2018:
- 2011: Jón Jónsson menningarfrömuður á Ströndum.
- 2012: Örlygur Kristfinnsson frumkvöðull í menningarferðaþjónustu og safnastarfi á Siglufirði.
- 2013: Þórður Tómasson safnvörður og fræðimaður á Skógum undir Eyjafjöllum.
- 2014: Fyrirtækið Norðursigling á Húsavík.
- 2015: Vilborg Arnarsdóttir frá Súðavík vegna uppbyggingar fjölskyldugarðs á Súðavík.
- 2016: Sönghópurinn Álftagerðisbræður ásamt stjórnanda sínum Stefáni R. Gíslasyni.
- 2017: Hörður Davíðsson í Efri-Vík
- 2018: Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði
Við óskum Blábankanum á Þingeyri innilega til hamingju með Landstólpann 2019.
Eva Pandora Baldursdóttir, Arnhildur Lilý Karlsdóttir og Andri Þór Árnason.
Arnhildur Lilý Karlsdóttir tekur á móti Landstólpanum.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember