Fréttir
Carrying capacity - meistaraverkefni
Nýverið lauk Elizabeth Riendeau meistaraverkefni í haf- og strandsvæðastjórnun hjá Háskólasetri Vestfjarða með rannsókn sem nefnist „Setting Course for Sustainability. Evaluating Resident´s Perspectives of Cruise Tourism in Ísafjörður, Iceland“. Viðfangsefni rannsóknarinnar er athugun á hver þolmörk og viðhorf íbúa á Ísafirði eru gagnvart mikilli fjölgun ferðamanna sem koma með skemmtiferðaskipum til landsins. Verkefnið var eitt þeirra fjögurra sem Byggðarannsóknasjóður veitti styrk í lok árs 2022. Notaðar voru blandaðar rannsóknaraðferðir. Upplýsinga var aflað um viðhorf íbúa á Ísafirði og nágrenni með spurningakönnun en auk þess voru tekin viðtöl við fimm helstu hagsmunaaðila og sérfræðinga til að varpa ljósi á hvort sjónarmið þeirra samræmdust eða væru andstæð viðhorfum íbúa.
Fjölgun ferðamanna sem koma með skemmtiferðaskipum til landsins hefur verið umfangsmikil. Margvíslegir hagsmunir eru fólgnir í að tryggja að vöxtur ferðaþjónustunnar sé í sem bestri sátt við íbúa á Vestfjörðum og þróist í samræmi við væntingar þeirra því atvinnugreinin og vægi hennar fer hlutfallslega vaxandi í landshlutanum. Niðurstöður rannóknarinnar gefa til kynna að þolmörkum íbúa er náð varðandi fjölda skemmtiferðaskipa sem koma til Ísafjarðar og að íbúar eru á móti frekari aukningu. Stuðningur við óbreytt ástand er skiptur en þó reyndust margir íbúar umburðarlyndir gagnvart núverandi fjölda ferðamanna. Að fengnum þessum niðurstöðum mælir höfundur með að sett verði takmörk um leyfðan hámarksfjölda farþega eða afmörkuð viðmið um komur skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar.
Sjá nánar: Setting Course for Sustainability
Byggðastofnun hefur frá árinu 2015 veitt styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar og hefur það verið kostur ef verkefnið hefur skírskotun til byggðaáætlun
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember