Fara í efni  

Fréttir

Byggðastofnun veitir óverðtryggð lán

Byggðastofnun veitir óverðtryggð lán
Byggðastofnun

Á fundi stjórnar Byggðastofnunar þann 9. október síðastliðinn var tekin ákvörðun um að bjóða viðskiptavinum stofnunarinnar upp á óverðtryggð lán. Þetta er í fyrsta skipti sem stofnunin bíður uppá óverðtryggð lán en vextir á lánunum verða með 3,5% álagi ofan á REIBOR.

Hlutverk Byggðastofnunar er að vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs á landsbyggðinni. Í samræmi við hlutverk sitt vinnur stofnunin að undirbúningi, skipulagi og fjármögnun verkefna og veitingu lána með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi.

Markmið lánastarfseminnar er meðal annars að tryggja fyrirtækjum og einstaklingum í atvinnurekstri á landsbyggðinni aðgang að langtímalánum á sem hagstæðustum kjörum, stuðla að vexti framsækinna fyrirtækja, nýsköpun í atvinnulífi og eflingu byggða.

Með þessum nýja valkosti fyrir viðskiptavini stofnunarinnar vonast Byggðastofnunar eftir því að styðja enn frekar við nýsköpun í atvinnulífi og vöxt framsækinna fyrirtækja á starfssvæði stofnunarinnar sem mun til framtíðar efla byggð og búsetu í landinu.

Skilyrði fyrir lánveitingum með óverðtryggðum vöxtum er að þau séu ekki notuð til að endurfjármagna verðtryggð lán hjá stofnuninni og gjalddagar verði að lágmarki 2 á ári.  Lánsíminn er allt að 15 ár en aðrar reglur Byggðastofnunar um útlán eru óbreyttar.

Nánari upplýsingar veitir Elín Gróa Karlsdóttir forstöðumaður fyrirtækjasviðs, í síma 455-5400 eða í tölvupósti elin@byggdastofnun.is


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389