Fara í efni  

Fréttir

Byggðastofnun þátttakandi í menningarátaki á landsbyggðinni

Með undirritun samninga í dag milli Byggðastofnunar, Listahátíðar og Flugfélags Íslands er stigið stórt skref til stuðnings menningarlífi á landsbyggðinni. Samningarnir, sem eru til 3ja ára, taka að hluta gildi á komandi Listahátíð þegar írski nóbelshöfundurinn Seamus Heaney og franska skemmtisveitin Klezmer Nova fara norður og austur á land. Verðgildi þessara samninga er um 11,5 milljóna króna. Markmið þeirra er að stuðla að auknu menningarlífi á landsbyggðinni, að auka kynningarmöguleika einstakra sveitarfélaga og landshluta, að gefa íbúum landsins alls kost á afburða alþjóðlegum listviðburðum og skapa  sóknarfæri á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu.

Verkefnin verða í tveimur flokkum.

  1. Eyrarrósin.  Valið verður á hverju ári eitt afburða verkefni á starfssvæði Byggðastofnunar sem hlýtur fjárstyrk og viðurkenningu sem ber nafnið “Eyrarrósin” Verkefnið verður kynnt sem sérstakt menningarverkefni Listahátíðar, Byggðastofnunar og Flugfélags Íslands. Dorrit Mousaieff forsetafrú verður verndari þessarar viðurkenningar sem verður afhent í fyrsta sinn nú í árslok á Bessastöðum. Auglýst verður  eftir umsækjendum.
  2. Alþjóðlegir og innlendir listviðburðir.  Styrkir verða veittir til að auðvelda aðgengi alþjóðlegra listamanna á fámenn svæði eða til landshluta sem almennt eiga ekki kost á slíku sakir kostnaðar við að flytja slík verk frá höfuðborgarsvæðinu. Einnig til verkefna og ferða menningarstofnana um landið í samráði við fagaðila og sveitarfélög á hverjum stað.

Undir samningana rituðu Jón Karl Ólafsson forstjóri Flugfélags Íslands, Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík og Aðalsteinn  Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar. Ásamt þeim á meðfylgjandi mynd eru Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Herdís Á. Sæmundardóttir, formaður stjórnar Byggðastofnunar.

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389