Fréttir
Byggðastofnun styður nýliðun í landbúnaði
Byggðastofnun hefur fjármagnað nýliðun á 30 búum síðastliðin þrjú ár með sérstökum lánaflokki til nýliðunar í landbúnaði, en blómleg byggð um land allt byggir að stóru leyti á öflugum landbúnaði.
Árið 2020 gerði Byggðastofnun ábyrgðasamkomulag við Evrópska Fjárfestingasjóðinn (European Investment Fund) sem gerði stofnuninni meðal annars kleift að bjóða uppá lán með meiri sveigjanleika í tryggingum. Lán til nýliðunar í landbúnaði veitir möguleika á allt að 90% veðsetningu auk þess sem heimilt er að greiða eingöngu vexti fyrstu þrjú árin á meðan reksturinn er að komast í gang, nýliðunarstyrkir koma inn og til að greiða niður skammtímafjármögnun þar sem það á við. Með lánaflokknum hefur Byggðastofnun komið að fjármögnun 30 búa eins og áður segir að upphæð um 3 ma.kr.
Nú á dögunum var skrifað undir nýtt samkomulag við Evrópska Fjárfestingasjóðinn um aðild að ábyrgðakerfi InvestEU sem gerir það að verkum að áfram verður boðið upp á lán sem sérstaklega eru ætluð nýliðun í landbúnaði. Þörfin er til staðar og hafa fjölmargir ungir bændur haft samband í kjölfarið og sýnt lánaflokknum áhuga.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember