Fara í efni  

Fréttir

Byggðastofnun með sýningarbás á Iðnaðarsýningunni í Laugardalshöll um næstu helgi

Byggðastofnun mun kynna starfsemi fyrirtækjasviðs stofnunarinnar á Iðnaðarsýningunni sem haldin verður  í Laugardalshöll dagana 30. ágúst – 1. september. Starfsmenn fyrirtækjasviðsins munu kynna lánastarfsemi stofnunarinnar og þá lánaflokka sem í boði eru.

Hrund Pétursdóttir forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar segir mikilvægt að kynna þá möguleika sem fyrirtæki og einstaklingar í rekstri eiga til að fá ráðgjöf, kanna lánamöguleika og þá verkefnafjármögnun sem Byggðastofnun getur komið að. Starfsmenn fyrirtækjasviðs meta síðan lánsbeiðnir sem berast stofnuninni og gera tillögu til lánanefndar og stjórnar í einstökum málum.

Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu. Starfssvæði stofnunarinnar er landið allt utan Höfuðborgarsvæðisins. Þau verkefni sem stofnunin hefur fjármagnað eru fjölbreytt og eru m.a. til landbúnaðar, grænna verkefna, nýsköpunar og fiskvinnslu/útgerða.

Hrund hvetur það  fólk sem tök hefur á, að koma á Iðnaðarsýninguna og taka spjallið við starfsmenn Byggðastofnunar eða hafa samband við starfsmenn fyrirtækjasviðs til að nálgast frekari upplýsingar.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389