Fara í efni  

Fréttir

Byggðastofnun fylgist með þróun póstmarkaðar - nýjum póstboxum fjölgar stöðugt

Byggðastofnun fylgist með þróun póstmarkaðar - nýjum póstboxum fjölgar stöðugt
Mynd: Pósturinn

Íslandspóstur ohf., sem var útnefndur sem veitandi alþjónustu með ákvörðun Póst- og Fjarskiptastofnunar nr. 13/2020 mun gera breytingar á afgreiðsluneti sínu á morgun, 1. júní. Breytingarnar felast aðallega í því að afgreiðslustöðum í fasteign, gömlu pósthúsunum, verður fækkað en afgreiðsla í póstbox og með bifreið verður aukin.  Pósthúsin sem um ræðir eru á Hvammstanga, Siglufirði, Dalvík, Ólafsfirði, Búðardal, Grundarfirði, Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Breiðdalsvík og Neskaupstað. 

Pósturinn segir í tilkynningu að í næsta mánuði verði póstboxin orðin alls 100 talsins og séu þau vinsælasti kosturinn hjá Póstinum í dag enda þróun afgreiðslulausna í póstþjónustu verið mjög hröð á síðustu árum.  

Búið er að setja upp póstbox á öllum þeim tíu stöðum sem loka pósthúsum á morgun en nýlega bættust við póstbox í Búðardal, Súðavík og á Suðureyri, Grundarfirði, Hvammstanga, Siglufirði, Dalvík og Ólafsfirði. Þá eru þrjú ný póstbox komin upp á Austurlandi, á Breiðdalsvík, Djúpavogi og Eskifirði og er unnið að því að finna stað undir póstbox á Stöðvarfirði sem áætlað er að opni í haust. Þá hefur póstboxið í Neskaupstað verið stækkað vegna mikillar notkunar. 

Byggðastofnun sinnir stjórnsýslu póstmála samkvæmt lögum nr. 98/2019, eins og þeim var breytt með lögum nr. 76/2021. Verkefnin samkvæmt lögunum eru margvísleg, stofnunin tekur ákvarðanir er lúta að framkvæmd alþjónustu í pósti, hefur eftirlit með gjaldskrám, sinnir ráðgjöf við ráðuneyti og önnur stjórnvöld vegna póstmála og fleira. 

Eitt af meginmarkmiðum laga um póstþjónustu nr. 98/2019 er að tryggja landsmönnum hagkvæma og skilvirka póstþjónustu. Áhersla var lögð á sveigjanleika alþjónustuveitanda til þess að laga sína þjónustu að þörfum markaðarins og neytenda hverju sinni, meðal annars með því að fækka dreifingardögum og fjölga kostum við afhendingar. Með hliðsjón af skýrum vilja löggjafans og breyttum þörfum neytenda hefur Byggðastofnun ekki gert athugasemdir við breytingar á þjónustuneti Íslandspóst sem fela í sér að pósthúsum, oft og tíðum með takmarkaðan afgreiðslutíma, er lokað og þjónustan færð yfir í afgreiðslu með bifreið og/eða í póstbox. 

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389