Fréttir
Byggðaráðstefna Íslands 2014
Góð þátttaka var á Byggðaráðstefnu Íslands 2014 sem fram fór á Patreksfirði dagana 19.-20. september. Yfirskrift ráðstefnunnar var Sókn sjávarbyggða. Hver er framtíðin? Koma konurnar? Flutt voru fjölmörg áhugaverð erindi frá erlendum og íslenskum fræðimönnum, stefnumótendum og þeim sem vinna á vettvangi um stöðu og þróun byggðar og sköpuðust góðar og málefnalegar umræður í kjölfarið. Hægt er að nálgast erindin hér.
Ráðherra byggðamála Sigurður Ingi Jóhannsson flutti ávarp og kynnti m.a. stofnun byggðarannsóknarsjóðs sem mun hafa til ráðstöfunar allt að 10 milljónum króna á ári, næstu þrjú árin að minnsta kosti. Vonast er til að öflugir rannsóknaraðilar sæki í sjóðinn og að þannig verði til góður grunnur fyrir mótun byggðastefnu í framtíðinni. Í ávarpi ráðherra kom m.a. fram að það þurfi að fara í aukna svæðistengda stefnumótun, í því gæti t.d. falist að skilgreina sérstaklega auðlindir og hæfni hvers svæðis.
Í ávarpi Aðalsteins Þorsteinssonar forstjóra Byggðastofnunar kom m.a. fram að brottflutningur kvenna af landsbyggðinni sé áhyggjuefni. Ef ekki er reynt að sporna við því mun þróunin halda áfram á þann veg að konurnar flytja burt úr dreifbýlinu og karlarnir verði eftir/eða fylgdu á eftir. Rannsóknir hafa sýnt að lífið í dreifbýli sé meira aðlaðandi fyrir karlmenn og að þeir séu almennt ánægðari með þau áhugamál sem þar er hægt að stunda heldur en konur. Konum finnst vanta þjónustu og tómstundir við hæfi.
En engar afgerandi rannsóknarniðurstöður eru til sem sýna fram á mismunandi ástæður búferlaflutninga eftir kyni. Hins vegar bendir margt til þess að helsta ástæða brottflutninga séu atvinnutækifæri og tengsl þeirra við menntun. Því má með nokkurri vissu halda því fram að hvorki konur né karlar flytja til sjávarbyggða ef þau fá ekki störf við hæfi eða tækifæri til að skapa sér störf við hæfi.
Markmið Byggðastofnunar er að fjölga fyrirtækjum í eigu kvenna sem viðskiptavinum hjá stofnuninni. Í því skyni hefur ákveðið að líta sérstaklega til útlánastefnu stofnunarinnar. Fyrir liggja upplýsingar um að hlutur fyrirtækja í eigu kvenna í útlánasafni Byggðastofnunar er lítill og er eftirsóknarvert að jafna þessi hlutföll eins og hægt er.
Í erindi Þórodds Bjarnasonar stjórnarformanns Byggðastofnunar kom m.a. fram að staða kynjanna er mjög mismunandi í sjávarbyggðunum og möguleikar á því að skapa ný tækifæri með sama hætti ólíkir. Umræða um stöðu og framtíð sjávarbyggða verður að taka tillit til möguleika ólíkra byggðarlaga til að laða til sín konur, ungt fólk og aðra íbúa með menntun og færni til að snúa vörn í sókn.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember