Fréttir
Brothættar byggðir: tíu umsóknir bárust
Í maí sl. var auglýst eftir umsóknum um þátttöku í verkefninu um framtíð brothættra byggða. Í auglýsingu kom fram að meginmarkmið verkefnisins á hverjum stað skyldu „ skilgreind af verkefnisstjórn á grundvelli umræðna og forgangsröðunar á íbúaþingum sem ætlað er að virkja frumkvæði íbúa og samtakamátt.“ Einnig kom fram að umsókn þyrfti að vera sameiginleg frá sveitarfélagi, landshlutasamtökum sveitarfélaga/atvinnuþróunarfélagi og íbúasamtökum, þar sem þau væru til staðar.
Alls bárust umsóknir frá sjö sveitarfélögum fyrir tíu svæði. Af þessum tíu svæðum eru fimm á Vestfjörðum, en með þeim svæðum sem verkefnið nær þegar yfir má segja að það taki yfir flesta landshluta.
Skipting umsókna og svæða sem fyrir eru með (ný svæði skáletruð):
- Vesturland: Dalabyggð
- Vestfirðir: Flateyri, Þingeyri, Suðureyri, Árneshreppur og Strandabyggð, Bíldudalur kom inn 2013
- Norðurland vestra: Hofsós
- Norðurland eystra: Grímsey, Hrísey og Kópasker, en fyrir er Raufarhöfn með í verkefninu frá 2012
- Austurland: Breiðdalshreppur, kom inn 2013
- Suðurland: Skaftárhreppur, kom inn 2013
Þau fjögur svæði sem þegar er unnið á eru annars vegar tveir þéttbýlisstaðir í stóru fjölkjarna sveitarfélagi, hins vegar tvö sveitarfélög í heild sinni. Nú er sótt um fyrir fimm þéttbýlisstaði sem allir eru hluti stærra sveitarfélags, þar af þrír í sama sveitarfélagi, fyrir þrjú sveitarfélög í heild sinni, tvö nokkuð fjölmenn og eitt fámennt, og tvær eyjar sem tilheyra sama sveitarfélagi.
Segja má að þessi samfélög einkennist af hefðbundnum atvinnugreinum, sjávarútvegi og landbúnaði, sum nokkurn veginn alfarið af annarri greininni, önnur bland af báðum.
Næstum öll svæðin liggja langt frá höfuðborginni, en Dala- og Strandabyggð hafa nokkuð greiðar samgöngur þangað. Þótt Árneshreppur sé ekki mikið lengra frá höfuðborginni en Strandabyggð þá hamla samgöngur stóran hluta ársins.
Undanfarið hefur verið unnið að verkefnislýsingu fyrir framhald verkefnisins Brothættar byggðir og á grundvelli hennar verður ákveðið hvar hafist verður handa á nýjum svæðum. Haft hefur verið samband við alla umsækjendur undanfarið til að ræða stöðu mála varðandi umsóknirnar.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember