Fara í efni  

Fréttir

Brothættar byggðir - Glæðum Grímsey framlengt út árið 2022

Brothættar byggðir - Glæðum Grímsey framlengt út árið 2022
Frá Grímsey

Fimmtudaginn 24. júní hittust fulltrúar í stjórn í verkefnisins Glæðum Grímsey á fundi í eyjunni þar sem farið var yfir það helsta í verkefninu og íbúafundur kvöldsins undirbúinn. Einnig notuðu aðkomnir fulltrúar í verkefnisstjórn tækifærið til að litast um í eyjunni og sannarlega skartaði Grímsey sínu fegursta þessa tvo júnídaga og fjöldi íbúa og gesta var á ferð við höfnina og á götum þorpsins. Við bættist að farþegaskip lónaði fyrir utan höfnina. Á leið um hafnarsvæðið gafst tækifæri til að heilsa upp á sjómenn og fræðast um aflabrögð. Þau eru góð um þessar mundir.

Eftir langa bið vegna veirufaraldurs var loks hægt að boða til  íbúafundar til að fara yfir stöðu verkefnisins og ræða framhaldið. Mæting á íbúafundinn var mjög góð og gaf fjöldi gesta ekki eftir mætingu í mörgum stærri þátttökubyggðarlaganna. Halla Björk Reynisdóttir, formaður verkefnisstjórnar og forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar, setti fundinn og gerði grein fyrir ákvörðun um framlengingu verkefnisins til loka árs 2022, í kjölfar samtals fulltrúa Akureyrarbæjar við stjórnvöld og samþykktar ríkisstjórnar þar að lútandi. Nánar var farið yfir helsta árangur verkefnisins til þessa og áherslur næstu mánaða. Í framhaldi af því var gerð grein fyrir stöðu markmiða í verkefnisáætlun og að því loknu skiptu íbúar sér í hópa til að ræða áherslur í vinnu næstu missera í framlengdu verkefni.

Byggðastofnun mun leggja verkefninu til fjármuni úr Brothættum byggðum líkt og verið hefur undanfarin ár til verkefnisstjórnunar og til að styrkja framfaraverkefni, auk þess sem Akureyrarbær og SSNE leggja verkefninu lið og annast umsýslu þess ásamt Byggðastofnun. Þáttur íbúa í Grímsey við að styrkja samfélagið með ýmsum framfaraverkefnum og dugnaði sínum vegur þó þyngst í verkefninu.

Það var sannarlega ánægjulegt að hitta íbúa Grímseyjar á sumarkvöldi á Jónsmessu og til mikils að vinna að framlenging verkefnisins skili sem allra mestu í sterkara samfélagi í Grímsey.

Frá Grímsey
Frá Grímsey
Frá Grímsey
Frá Grímsey
Frá Grímsey
Frá Grímsey
Frá Grímsey
Frá Grímsey

Myndirnar tók Kristján Þ. Halldórsson 

 

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389