Fréttir
Betri Bakkafjörður – íbúafundur afgreiðir verkefnisáætlun
Þann 5. nóvember boðaði verkefnisstjórn Betri Bakkafjarðar til íbúafundar til að leggja fyrir og ræða drög að verkefnisáætlun sem verkefnisstjórn og verkefnisstjóri höfðu unnið upp úr umræðum og áherslumálum frá íbúaþingi sl. vor og tillögum ráðherraskipaðrar nefndar um málefni Bakkafjarðar sem samþykktar voru á fundi ríkisstjórnar 23. nóvember á síðasta ári.
Verkefnisstjóri, Ólafur Áki Ragnarsson, fór yfir framtíðarsýn, meginmarkmið og starfsmarkmið verkefnisins og fundarmenn komu með ábendingar um það sem betur mætti fara. Meginmarkmið verkefnisins eru fjögur, Sterkir samfélagsinnviðir, Öflugt atvinnulíf, Aðlaðandi ímynd Bakkafjarðar og Skapandi mannlíf. Þau gefa tóninn fyrir það starf sem íbúar og aðrir aðilar verkefnisins hyggjast vinna á næstu mánuðum og misserum til að bæta stöðu samfélagsins við Bakkaflóa.
Meðal málefna og markmiða sem áætlunin tekur til eru innviðaverkefni, þróun lausna í skóla- og dagvistunarmálum, aukin sókn frumkvöðla, kaffihús, náttúrurannsóknir, aðgerðaráætlun og átak í umhverfismálum, sókn í ferðaþjónustu og eflt samstarf/tengsl innan sveitarfélagsins svo eitthvað sé nefnt.
Verkefnisáætlunin var samþykkt á fundinum að teknu tillitil til ábendinga og athugasemda og mun nú verða send íbúum og helstu hagsmunaaðilum til kynningar, enda byggir verkefnið ekki síst á að ná samstöðu íbúa og annarra hagsmunaaðila, þar með talið stjórnvalda, um þau markmið sem unnið er að. Verkefnisstjóri mun jafnframt halda áfram vinnu við einstök verkefni og aðstoða íbúa við að hrinda markmiðunum í framkvæmd.
Verkefnisáætlunina má finna hér.
Mynd: Kristján Þ. Halldórsson
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember