Fréttir
Aukinn áhugi á lánveitingum frá Byggðastofnun
Merkja má vaxandi áhuga á lánum frá Byggðastofnun eftir undirritun samkomulags stofnunarinnar við Fjárfestingabanka Evrópusambandsins í síðustu viku.
Samningurinn tekur til bankaábyrgðar vegna lána til lítilla og meðalstórra fyrirtækja í landsbyggðunum. Samkomulagið nú tekur við af öðru samkomulagi sem gerði það að verkum að hægt var að stofna nýja lánaflokka, sér í lagi lán til kynslóðaskipta í landbúnaði en í gegnum þann lánaflokk hefur Byggðastofnun veitt 31 ungum bændum lán til að hefja búrekstur.
Nú verður auk þess hægt að veita enn frekari lán með sveigjanlegri skilmálum til stuðnings atvinnurekstri kvenna, til umhverfisvænna verkefna, auk lána til fiskvinnslu og útgerða í viðkvæmum byggðarlögum.
Gert er ráð fyrir að styðja við að minnsta kosti 50 lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi, en samkomulagið við Byggðastofnun er fyrsta ábyrgðarsamkomulagið á Íslandi sem stutt er af InvestEU áætluninni. „Innviðauppbygging í dreifðum byggðum er krefjandi og kostnaðarsöm. Ábyrgðarkerfi InvestEU veitir Byggðastofnun nauðsynleg úrræði til að bjóða mikilvæga og hagkvæma lánsmöguleika í landsbyggðunum til að jafna lífskjör allra landsmanna,“ sagði Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar, við undirritun samningsins.
Hér má sjá frétt á www.visir.is.
Sérfræðingar á fyrirtækjasviði veita ráðgjöf um lánamöguleika milli kl. 8:30 og 12:00 alla virka daga í síma 455-5400 en jafnframt má nálgast frekari upplýsingar um lánakjör hér.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember