Fara í efni  

Fréttir

Auglýst eftir fjárfestum – Uppbygging atvinnuhúsnæðis í Búðardal

Fjárfestingafélagið Hvammur ehf. í samstarfi við Byggðastofnun og sveitarfélagið Dalabyggð leitar eftir fjárfestum vegna byggingar atvinnuhúsnæðis í Búðardal.

Byggðastofnun og Dalabyggð hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að Byggðastofnun muni leggja til fjármagn í verkefnið, allt að 150 milljónir króna, og Dalabyggð muni leggja til lóð, teikningar, gatnagerð og lagnir að lóð þar sem atvinnuhúsnæði mun rísa.

Um er að ræða tilraunaverkefni þar sem markmiðið er að reisa atvinnuhúsnæði á stað þar sem vöntun á fjárfestingu í atvinnuhúsnæði hefur hamlað framþróun.

Leitað er að samstarfsaðilum sem vilja koma inn sem fjárfestar í verkefninu, byggingaraðilum sem jafnframt hafa áhuga á því að fjárfesta í verkefninu eða kaupendum á eignarhlut í húsnæðinu.

Áhugasamir skulu skila inn skriflegu erindi í gegnum heimasíðu Fjárfestingafélagsins Hvamms fyrir mánudaginn 3. febrúar 2025.
Í erindinu skal koma fram hvernig aðkomu viðkomandi verður háttað og hvort þeir hyggist óska eftir eignarhlut og þá hve stórum (m2).

Nánari upplýsingar veita Pétur Friðjónsson hjá Byggðastofnun, netfang: peturf@byggdastofnun.is, og Jóhanna María Sigmundsdóttir hjá Dalabyggð, netfang: johanna@dalir.is.

Öllum erindum verður svarað og áhugasömum boðið til fundar eftir að umsóknarfresti lýkur.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389