Fara í efni  

Fréttir

Áfram Skaftárhreppur til framtíðar

Áfram Skaftárhreppur til framtíðar
Myndir tók Kristján Þ. Halldórsson

Í febrúar sl. var haldinn íbúafundur í verkefninu Skaftárhreppur til framtíðar, en fundurinn markaði lok á að komu Byggðastofnunar að verkefninu sem hófst árið 2013 og var eitt af fjórum fyrstu samstarfsverkefnum Byggðastofnunar í Brothættum byggðum.

Verkefnisstjóri Skaftárhrepps til Framtíðar, Þuríður Helga Benediktsdóttir, fór yfir starfsmarkmið verkefnisins og í ljós kom að nokkur eða mikill árangur hefur náðst varðandi hluta þeirra markmiða sem íbúar og stjórn verkefnisins settu sér á fyrstu árum þess. Meginmarkmið verkefnisins eru öflugir innviðir, skapandi atvinnulíf og heillandi umhverfi.

Þau starfsmarkmið sem íbúar lögðu áherslu á undir meginmarkmiðinu öflugir innviðir voru allra helst fjarskipti, ljósleiðarasamband, þriggja fasa rafmagn og vegabætur. Þegar íbúafundurinn var haldinn var búið að ljósleiðaravæða 53% heimila og fyrirtækja og áætlað er að 81% heimila og fyrirtækja verði ljósleiðaravædd fyrir lok ársins 2019 og 100% fyrir lok árs 2020. Farsímasamband utan þjóðvegar er enn misjafnlega gott í Skaftárhreppi en gera á úttekt á farsímasambandi til að hægt verði að ráðast í úrbætur.  Undirbúningi úttektarinnar er lokið en Þessar aðgerðir eru hluti af aðgerðum Almannavarna vegna náttúruvár. Útlit er fyrir að skammt sé að bíða lausna varðandi dreifikerfi rafmagns. Stjórnvöld hafa kynnt sérstakt átaksverkefni um þrífösun í fimm ára fjármálaáætlun, fyrir árin 2020, 2021 og 2022, til að mæta brýnustu þörf á úrbótum í þrífösun, með áherslu á Skaftárhrepp og Mýrar.[KÞH1]  Varðandi vegabætur þá hefur vetrarþjónusta hjá Vegagerðinni verið færð úr þriðja flokki í annan flokk en enn þarf að breikka vegaxlir, fjölga útskotum eða áningastöðum við þjóðveginn og fækka einbreiðum brúm, en það verkefnið er í vinnslu hjá stjórnvöldum.

Starfsmarkmið sem íbúar lögðu áherslu á undir meginmarkmiðinu skapandi atvinnulíf var að fjölga afþreyingarmöguleikum fyrir ferðamenn, efla nýsköpun og þróun og fá Kirkjubæjarstofu viðurkennda sem þekkingarsetur. Mörgum spennandi ferðaþjónustu- og nýsköpunar og þróunarfyrirtækjum var komið á fót í byggðarlaginu, sum með aðstoð frá frumkvæðissjóði Brothættra byggða og má þar nefna t.d. Kind Adventure hjólaferðir, BikeFarm fjallahjólaslóða, handverksmiðju, Klaustur og Eldsveitirnar og hönnunarfyrirtækið This is Lupina. Varðandi stofnun þekkingarseturs þá fengu Samtök sunnlenskra sveitarfélaga  fyrir skömmu samþykkta úthlutun að upphæð kr. 67.500.000,- úr C1 potti Byggðaáætlunar til að undirbúa hönnun þekkingarseturs.

Þau starfsmarkmið sem íbúar lögðu áherslu á undir meginmarkmiðinu heillandi umhverfi voru að hlúa að náttúru og umhverfi, koma Kötlu Geopark í föst fjárlög og koma á heilsársopnun hjá Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs og var þessum starfsmarkmiðum öllum náð.

Meginmarkmið verkefnisins Brothættra byggða er að stöðva viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðakjörnum og sveitum landsins. Í Skaftárhreppi hefur fólksfjölgun verið hæg en viðvarandi á árunum 2013 til 2018 en á milli áranna 2017 og 2018 tók fólksfjölgunin gríðarlegt stökk. Ungu fólki og konum fjölgaði mikið á svæðinu, en þrátt fyrir það hefur börnum ekki fjölgað í sama mæli. Þessa miklu fjölgun má að stórum hluta rekja til fjölda íbúa af erlendum uppruna sem starfa í ferðaþjónustu og eru búsett í skemmri eða lengri tíma í byggðarlaginu. Þessari fólksfjölgun fylgja því annars konar áskoranir en árið 2018 var hlutfall erlendra ríkisborgara 25%. Mikilvægt er að reyna að virkja íbúa af erlendum uppruna þannig að þau aðlagist samfélaginu, verði hluti af því og fái notið búsetu í Skaftárhreppi.

Á íbúafundinum var tilkynnt að Kirkjubæjarstofa og SASS munu halda áfram að vinna í anda verkefnisins þrátt fyrir að formlegri aðkomu Byggðastofnunar sé nú lokið og má því segja að verkefnið fái sjálfstætt framhald, Áfram Skaftárhreppur til framtíðar.

Í vinnslu er ítarleg skýrsla um framgang og árangur verkefnisins sem birt verður á vef Kirkjubæjarstofu.

Verkefnisstjórn Skaftárhrepps til Framtíðar (á myndina vantar Auðbjörgu Brynju Bjarnadóttur sem ekki gat sótt fundinn vegna útkalls í bráðaþjónustu)

 Hluti fundargesta

Veitingarnar voru veglegar


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389