Fara í efni  

Fréttir

Af hverju landsbyggðir?

Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar, sagði í erindi sínu á ársfundi Byggðastofnunar að í landsbyggðunum fari fram mikilvægustu atvinnuvegir Íslands, þ.e.a.s. öll orkuöflun landsins, matvælaframleiðslan, öll stóriðjan og stærstur hluti ferðamennskunnar.

Landsbyggðirnar skipa því gríðarlega stórt hlutverk fyrir landið allt og er það hlutverk Byggðastofnunar að efla byggð og atvinnulíf þannig að í öllum landshlutum verði blómlegar byggðir og öflugir byggðakjarnar þar sem stuðlað verði að bættum lífskjörum landsmanna og búsetufrelsi með sem jöfnustu aðgengi að grunnþjónustu, húsnæði og fjölbreyttum atvinnutækifærum. 

Í ávarpi Arnars Más kom einnig fram að Ísland sé eitt af fimm strjálbýlustu löndum veraldar með tæplega fjóra íbúa á hvern ferkílómetra. Þrátt fyrir allt þetta landsvæði búi um 80% landsmanna á suðvesturhorninu.  Ríflega 300 þúsund manns búa á hinu svokallaða Hvítá-Hvítá svæði sem afmarkast af Hvítánum tveimur, þ.e.a.s. höfuðborgarsvæðið og Suðurnes upp að Borgarbyggð í vestri og að Árborg í austri.

Íbúaþéttleiki Hvítár-Hvítár svæðisins er um 36, þar búa um 36 íbúar á hvern ferkílómetra landsvæðis. Þéttleikinn er um 233 fyrir höfuðborgarsvæðið en einungis 0,8 fyrir landið allt utan þess.

Arnar Már ítrekaði mikilvægi tækninnar til byggðarþróunar t.d. til fjarfunda og eflingu óstaðbundinna starfa. Byggðastofnun muni róa öllum árum að því að efla framgang óstaðbundinna starfa og telur þar um að ræða eitt stærsta tækifæri í byggðamálum í langan tíma.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389