Fara í efni  

Fréttir

Ábyrg eyjaferðaþjónusta - lokaskýrsla

Nú er lokið rannsókn Háskólans á Hólum  og Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála sem er eitt þeirra fimm verkefna sem hlaut styrk úr Byggðarannsóknasjóði vorið 2023. Skýrsla rannsóknarinnar ber heitið Ábyrg eyjaferðaþjónusta: sjálfbær uppbygging ferðaþjónustu í Grímsey og Hrísey. Höfundar eru Laufey Haraldsdóttir og Ása Marta Sveinsdóttir.

Markmið verkefnisins var að kanna áhrif og eðli ferðaþjónustu og  ferðamennsku á samfélag og náttúru Grímseyjar og Hríseyjar.  Byggt er ofan á reynslu og þekkingu af rannsóknum í Grímsey 2022. Gagnaöflun fór fram sumarið 2023. Gagna var aflað frá ferðamönnum, íbúum og ferðaþjónustuaðilum í þeim tilgangi að skapa vísindalega og hagnýta þekkingu á svið eyjafræða, ferða- og byggðamála. Notaðar voru blandaðar rannsóknaraðferðir. Viðhorfskannanir voru lagðar fyrir íbúa og ferðamenn, tekin rýnihópaviðtöl við íbúa og að auki var framkvæmd GPS-rakning meðal ferðamanna í báðum eyjunum til að kortleggja ferðir gestanna.

Í skýrslunni segir að samfélögin í Grímsey og Hrísey hafi upplifað gríðarlega fjölgun ferðamanna yfir sumartímann síðustu ár, samhliða auknu álagi á náttúru eyjanna.

Fram kemur í niðurstöðum að margt í eðli ferðamennsku og ferðaþjónustu í eyjunum tveimur er áþekkt og áhrifin svipuð. En margt er líka afar ólíkt. Landfræðileg lega eyjanna er mismunandi sem og aðgengi að þeim. Sameiginlegt er að engar almenningssamgöngur tengjast komu- og brottfarartímum ferjanna sem sigla til eyjanna sem takmarkar mjög aðgengi ferðafólks að þeim. Í Grímsey er meira gistirými en í Hrísey en tegundir gistastaða eru takmarkaðar á báðum stöðum. Það er vilji fyrir frekari markaðssetningu til ferðamanna, bæði innlendra og erlendra. Íbúar telja að meirihluti ferðamanna gangi almennt vel um, virði náttúru og hafi jákvæð áhrif á samfélögin. Ferðamenn segja að náttúra og fuglalíf sé helsta aðdráttaraflið en heimskautsbaugurinn í Grímsey dregur mjög að ferðamenn. Langflestir ferðamenn voru afar ánægðir með heimsóknina til Grímseyjar og Hríseyjar.

Í lokaorðum er þess getið að fjölmörg tækifæri í átt til sjálfbærrar þróunar bjóðist í eyjunum tveimur á sviði ábyrgrar ferðamennsku og ferðaþjónustu. En að það þurfi markvisst samtal, langtímaáætlanir og aðgerðir hagaðila ferðamála á sviðinu til að svo geti orðið.

Rannsóknarskýrsluna í heild sinni má sjá hér.

Umfjöllun um skýrsluna er einnig að finna á vef Háskólans á Hólum.

 

         

Ása Marta Sveinsdóttir og Laufey Haraldsdóttir höfundar skýrslunnar

 

Byggðarannsóknarsjóður hefur það að markmiði að veita styrki til rannsókna- og þróunarverkefna sem stuðlað geta að jákvæðri byggðaþróun og bætt þekkingargrunn sem nýtist við stefnumótun, áætlanagerð og aðgerðir á sviði byggðamála. 

 

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389