Fréttir
200 ný störf skapast á síðustu þremur árum fyrir tilstuðlan lánveitinga Byggðastofnunar
75 ný störf sköpuðust í landsbyggðunum á árinu 2023 með lánveitingum Byggðastofnunar samanborið við 65 störf sem lánveitingarnar sköpuðu árið 2022 og 60 árið 2021.
Lán Byggðastofnunar til atvinnuskapandi verkefna hafa þar með skapað 200 ný störf um land allt síðast liðin þrjú ár. Þetta segir Hrund Pétursdóttir forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar en hún mun fjalla nánar um málið á ársfundi stofnunarinnar sem haldinn verður í Bolungarvík 17. apríl næstkomandi. Fundurinn verður einnig í streymi.
Kynslóðaskipti á 30 búum með tilkomu samkomulags við Evrópska fjárfestingasjóðinn
Árið 2020 fór Byggðastofnun í samstarf við Evrópska fjárfestingasjóðinn (EIF) með aðild að svokölluðu COSME ábyrgðasamkomulagi. Markmið samkomulagsins var að auðvelda aðgengi lítilla og meðalstórra fyrirtækja að fjármagni, skapa umhverfi sem er hagstætt fyrir sköpun þeirra og hvetja til frumkvöðlamenningar og sjálfbærrar samkeppnishæfni.
Samkomulaginu lauk í árslok 2023 en heildar lánveitingar sem fóru í gegnum það voru um 4,3 ma.kr. til 70 aðila víðsvegar um landið. Kynslóðaskipti hafa orðið á um 30 búum á Íslandi á þessum rúmu þremur árum sem samkomulagið var í gildi.
Stjórn Byggðastofnunar hefur nú samþykkt aðild að nýju ábyrgðakerfi sem er í umsjón EIF sem ber nafnið InvestEU og er von á því að nýir lánaflokkar líti dagsins ljós í maí.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember