Fara í efni  

Fréttir

Margur er knár þótt hann sé smár

Margur er knár þótt hann sé smár
Vífill Karlsson er höfundur skýrslunnar

Hvað útskýrir óvenju ólíka velgengni nokkuð sambærilegra fámennra landsvæða eins og Dala og Vestur-Húnavatnssýslu? Þessari spurningu er reynt að svara í skýrslu rannsóknarinnar „Margur er knár þótt hann sé smár“ eftir Vífil Karlsson, Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. Verkefnið var eitt fjögurra verkefna sem Byggðastofnun styrkti árið 2021 úr Byggðarannsóknasjóði.

Niðurstöður og skýring þess að Vestur-Húnavatnssýsla kemur mikið betur út úr íbúakönnuninni er hvorki einföld né augljós. En áhugaverðir þættir meðal niðurstaðna eru til að mynda að staða og velferð kvenna virðist mikil í Vestur-Húnavatnssýslu og konur þar eru ánægðari með búsetuskilyrði sín. Ánægja kvenna með búsetu er meiri með aukinni menntun þeirra sem er öfugt farið í Austur-Húnavatnssýslu og Dölunum. Í Vestur-Húnavatnssýslu eru sterk fyrirtæki í eigu heimamanna og sú upplifun íbúa að ráða meira yfir björgum samfélagsins virðist styrkja sjálfsmynd samfélagsins.

Þá virðist sameining sveitarfélaga í Vestur-Húnavatnssýslu hafa verið vel heppnuð og þrátt fyrir áskoranir á meðan sameiningin gekk yfir þá telji íbúar hana vera eina af ástæðum fyrir velgengni samfélagsins.

Í rannsókninni eru borin saman tvö, fremur sambærileg landsvæði sem virðast gjörólík er varðar sýn heimamanna á skilyrði til búsetu ef marka má íbúakönnun landshlutanna frá 2020. Svæðin eru bæði fámenn, tiltölulega einangruð og byggja á landbúnaði, einum sauðfjárrækt. Útkoma landshlutanna hefur ítrekað verið óvenju ólík í íbúakönnun landshlutanna.  

Markmið rannsóknar var tvíþætt. Að komast að því hvort læra megi af slíkum samanburði og yfirfæra þekkinguna til styrkingar Dölunum. Hins vegar að safna almennri þekkingu og kynna það sem yfirfæra mætti á önnur landsvæði sem einnig hafa komið illa út úr mælingum íbúakönnunarinnar. Borið var saman atvinnulíf, búsetuskilyrði og hugarfar íbúa í Austur-Húnavatnssýslu, Vestur-Húnavatnssýslu og Dölunum. Greiningin byggir á gögnum úr Íbúakönnunum 2016/2017 og 2020, rýni annarra tölfræðigagna sem safnað er reglulega meðal annars af Hagstofu Íslands og Þjóðskrá auk þess sem nýrra gagna var aflað á rýnifundum með íbúum á svæðunum.

Rannsóknarskýrsluna í heild sinni má sjá hér.

Umfjöllun um skýrsluna er einnig að finna á vef SSV.

Byggðarannsóknarsjóður hefur það að markmiði að veita styrki til rannsókna- og þróunarverkefna sem stuðlað geta að jákvæðri byggðaþróun og bætt þekkingargrunn sem nýtist við stefnumótun, áætlanagerð og aðgerðir á sviði byggðamála. 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389