Fara í efni  

Fréttir

Laust starf forstjóra Byggðastofnunar

Auglýst er eftir framsýnum leiðtoga til að takast á við áskoranir á sviði byggðaþróunar. Einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á þróun og framtíð byggðamála á Íslandi, metnað til að veita framúrskarandi þjónustu og ná árangri í þágu almennings og atvinnulífs.

Forstjóri Byggðastofnunar stýrir stofnuninni og ber ábyrgð á rekstri hennar, þjónustu og árangri. Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu. Stofnunin fjármagnar og veitir lán með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun atvinnulífs á landsbyggðunum. Stofnunin annast atvinnuráðgjöf í samstarfi við atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og aðra haghafa og fylgist með þróun byggðar í landinu, m.a. með gagnasöfnun og rannsóknum. Byggðastofnun vinnur að stefnumótandi byggðaáætlun fyrir allt landið í samráði við innviðaráðuneytið.

Byggðastofnun er staðsett á Sauðárkróki. Hjá stofnuninni starfa 25 starfsmenn í fjölbreyttum störfum.

Hæfniskröfur:

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun á háskólastigi er æskileg
  • Reynsla af stjórnun, stefnumótun og áætlanagerð sem nýtist í starfi
  • Þekking á fjármálum og lánastarfsemi
  • Afburða hæfni til samstarfs og samskipta
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Framsýni, drifkraftur, metnaður og skipulagshæfni
  • Hæfni til að tjá sig og eiga samskipti í ræðu og riti á íslensku og ensku

Ráðuneytið hvetur alla hæfa einstaklinga til að sækja um starfið, óháð kyni.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf um hvers vegna sótt er um starfið og upplýsingar um árangur sem viðkomandi hefur náð í starfi og telur að nýtist í starfi forstjóra Byggðastofnunar. Umsókn skal skila með tölvupósti á irn@irn.is.

Ráðherra innviðaráðuneytis skipar forstjóra Byggðastofnunar til fimm ára í senn að fenginni tillögu stjórnar Byggðastofnunar.  Fjármála- og efnahagsráðherra ákveður laun í samræmi við grunnmat starfs.

Nánari upplýsingar  veitir Sigrún Þorleifsdóttir, mannauðsstjóri innviðaráðuneytis í síma 545 8200.

Umsóknarfrestur er til og með 25. júlí n.k.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389