Fréttir
Greinargerð um sóknaráætlanir landshluta árið 2021
Út er komin greinargerð um sóknaráætlanir landshluta, framvindu samninga og ráðstöfun fjármuna árið 2021.
Sóknaráætlanir landshluta eru þróunaráætlanir sem byggja á samstöðu í hverjum og einum landshluta um framtíðarsýn, markmið og val á leiðum til að áætlunin nái fram að ganga. Markmið sóknaráætlana er að ráðstafa fjármunum sem varið er til verkefna í einstökum landshlutum á sviði samfélags- og byggðamála, samkvæmt svæðisbundnum áherslum.
Nú eru í gildi samningar sem gilda út árið 2024. Þeir voru undirritaðir í nóvember 2019 af hálfu landshlutasamtakanna og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra.
Með sóknaráætlunum er veitt fé til áhersluverkefna og uppbyggingarsjóða. Á árinu 2021 var unnið að 72 áhersluverkefnum og fjármunir til þeirra námu rúmlega 380 m.kr. og veittir styrkir til 554 verkefna úr uppbyggingarsjóðum, með rúmlega 449 m.kr. framlagi. Heildarfjármunir sóknaráætlana árið 2021 var rúmlega 1,1 milljarður króna og kom það fjármagn að langmestu leyti frá ríkinu, eða samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneyti.
Greinargerð sóknaráætlana landshluta er gefin út af Byggðastofnun og stýrihópi Stjórnaráðsins um byggðamál sem er skipaður fulltrúum allra ráðneyta og frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember