Fara í efni  

Fréttir

Fjármögnun á betri kjörum með ábyrgðasamkomulagi EIF

Þann 10. janúar s.l. sátu fulltrúar stofnunarinnar opnunarfund Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins á InvestEU samkomulagi Evrópusambandsins, en um er að ræða ábyrgðasjóð sem getur m.a. stutt við fjárfestingar í dreifðum byggðum.

Þátttaka Íslands í InvestEU áætlun Evrópusamstarfsins gefur fyrirheit um stórauknar fjárfestingar í nýsköpun, stafrænni væðingu og grænum lausnum hér á landi.

Samkomulag sem þetta er þó stofnuninni ekki ókunnugt því árið 2020 var undirritað samkomulag á milli Byggðastofnunar og European Investment Fund (EIF) um aðild að svokölluðu COSME (Competetiveness of Small and Medium Enterprises) samkomulagi, en um er að ræða ábyrgðasamkomulag á hluta af lánveitingum stofnunarinnar.  Samkomulagið gerði stofnuninni kleift að setja á laggirnar nýja lánaflokka sem reynst hafa sérstaklega eftirsóttir og stuðlað að aukinni atvinnuuppbyggingu víða um land.  Helst má þar nefna sérstakan lánaflokk til kynslóðaskipta í landbúnaði, lán til verkefna sem stuðla að umhverfisvernd og nýsköpunarlán.

COSME samkomulagið rann sitt skeið nú um áramótin en viðræður eru hafnar við EIF um aðild að þessu nýja ábyrgðasamkomulagi.  Gangi þær viðræður eftir nú í vor má vænta þess að stofnunin geti áfram boðið uppá þá nýju lánaflokka sem fyrra samkomulagið leyfði auk þess að opna mögulega á nýja lánamöguleika.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389