Fara í efni  

Fréttir

Námskeið fyrir verkefnisstjóra í Brothættum byggðum haldið í Byggðastofnun

Námskeið fyrir verkefnisstjóra í Brothættum byggðum haldið í Byggðastofnun
Frá vinnustofunni

Undanfarin ár hefur verið leitast við að halda vinnustofu/ námskeið fyrir þau sem eru að hefja störf sem verkefnisstjórar í Brothættum byggðum. Tilgangurinn er að miðla upplýsingum um verklag í verkefnunum og auðvelda þannig verkefnisstjórunum störf sín og auka líkur á góðum árangri.

Fyrir skömmu var haldin slík vinnustofa í höfuðstöðvum Byggðastofnunar fyrir þrjá verkefnisstjóra. Embla Dögg Bachmann hóf nýverið störf sem verkefnisstjóri í Brothættum byggðum í Reykhólahreppi. Einar Ingi Einarsson leiðir tilraunaverkefni til að fylgja eftir verkefninu Öxarfjörður í sókn og Nanna Steina Höskuldsdóttir leiðir sams konar tilraunaverkefni í kjölfar verkefnisins Raufarhöfn og framtíðin. Öll eru verkefnin að hefjast. Íbúaþing verður á Reykhólum 21.-22. mars og fyrsti fundur sameiginlegrar verkefnisstjórnar fyrir tilraunaverkefnin tvö var haldinn 18. mars s.l. Sjá nánar um tilraunaverkefnin í frétt á vef Byggðastofnunar.

Verkefnisstjórar með reynslu af vinnu að samfélagsmálum

Á vinnustofunni var farið yfir helstu þætti verkefnislýsingar fyrir Brothættar byggðir og leitast við að bera saman verklag þar (í grunnverkefninu) og svo í tilraunaverkefnunum. Tilraunaverkefnin eru að sumu leyti hugsuð sem einfaldari útgáfa af Brothættum byggðum en öll verkefnin fylgja sömu reglum og viðmiðum þegar kemur að útdeilingu stuðnings til frumkvæðisverkefna íbúa úr svokölluðum frumkvæðissjóðum verkefnanna. Í umræðum nýttist reynsla Nönnu Steinu af verkefninu Brothættar byggðir afar vel. Nanna Steina var þátttakandi í verkefnisstjórn Raufarhafnar og framtíðarinnar á sínum tíma og við verkefnislok 2018 var hún ráðin hjá SSNE og Norðurþingi til að fylgja verkefninu á Raufarhöfn eftir. Þau Einar Ingi og Embla Dögg hafa sömuleiðis reynslu af vinnu í sínum samfélögum, m.a. Einar Ingi sem samfélagsfulltrúi Norðurþings og Embla sem sveitarstjórnarfulltrúi í Reykhólahreppi á liðnu kjörtímabili.

Embla Dögg hafði m.a. þetta að segja að vinnustofunni lokinni: „Frábært skipulag og uppsetning af námskeiðinu, ég fer heim sem fróðari starfsmaður og einnig með betra sjálfstraust í starfi að geta útskýrt og fengið kynningu og góða innsýn inn í verkefnið. Mjög gott og mikilvægt að fá að tengjast og kynnast öðrum verkefnisstjórum, það er svo allt annað að hittast á staðnum.“ Nanna Steina lýsti mikilli ánægju með vinnustofuna: „Alltaf gaman að koma á Krókinn, það er afar mikilvægt að rifja upp og skerpa á áherslum í verkefninu, og skemmtilegt að kynnast nýjum verkefnisstjóra í Reykhólahreppi“.  Einar Ingi sagði: „Ég hafði mjög gaman af námskeiðinu og fannst það mjög fræðandi. Verandi nýr í þessu umhverfi fékk ég mjög dýrmæta innsýn í Brothættar byggðir og betri skilning á verkefninu. Eins var mjög gaman að kynnast nýjum verkefnisstjóra í Reykhólahreppi". Kristján og Helga nota tækifærið og þakka nýjum verkefnisstjórum fyrir virka þátttöku og áhugaverðar umræður á vinnustofunni og hlakka til samstarfs í nýjum verkefnum.

 

F.v. Kristján Þ. Halldórsson, fulltrúi Brothættra byggða hjá Byggðastofnun, Embla Dögg Bachmann verkefnisstjóri Reykhólahreppi, Einar Ingi Einarsson, verkefnisstjóri í Öxarfjarðarhéraði, Nanna Steina Höskuldsdóttir verkefnisstjóri á Raufarhöfn og Helga Harðardóttir, fulltrúi Brothættra byggða hjá Byggðastofnun.

Frá vinnustofu nýrra verkefnisstjóra Brothættra byggða í Byggðastofnun. 

 

 


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar febrúar mars
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389