Fréttir
Bjartsýni og dugnaður á Borgarfirði eystri
Starfsfólk Byggðastofnunar lagði leið sína á Borgarfjörð eystri til funda í verkefninu Brothættar byggðir, Betri Borgarfjörður, þann 23. mars sl. eftir langt hlé vegna veirufaraldurs. Dagurinn hófst með fundi í verkefnisstjórn þar sem verkefnisstjóri, Alda Marín Kristinsdóttir, fór yfir það helsta sem á daga Borgfirðinga hefur drifið. Skemmst er frá því að segja að bjartsýni ríkir og góður gangur í ýmsum verkefnum. Nefna má að frumkvöðlafyrirtæki hafa byggst upp á síðustu árum, auk rótgróinnar starfsemi í byggðarlaginu svo sem í landbúnaði, útgerð, fiskvinnslu og ferðaþjónustu. Sem dæmi um nýlega eða nýja starfsemi sem fer vel af stað og skapar störf er vinnsla á harðfiskbitum hjá Sporði, rekstur Búðarinnar, leiga á hjólum og öðrum búnaði til ferðamanna og fjallaleiðsögn, framleiðsla skartgripa hjá Studio Postulínska og framleiðsla á vörum úr æðardúni hjá Íslenskum Dúni. Unnið er af miklum krafti að endurbyggingu gamla Kaupfélagshússins. Þar verður m.a. ölstofa og framleiðsla á landa og gini undir merkjum KHB Brugghúss. Við þetta bætist undirbúningur að myndarlegri viðbót við starfsemi gistihússins Blábjarga í eigu sömu aðila og KHB Brugghús. Þá er hafinn undirbúningur átöppunarverksmiðju fyrir hágæða neysluvatn. Á síðustu misserum hefur Borgarfjarðarhreppur og nú Múlaþing unnið að uppbyggingu tveggja parhúsa sem eru komin í leigu eða um það bil að verða tilbúin. Fleiri hyggja á húsbyggingar á Borgarfirði um þessar mundir.
Verkefnisstjórn Betri Borgarfjarðar gafst tækifæri til að heimsækja nokkra staði eftir fundinn. Hið nýja Hafnarhús er einkar glæsilegt og býður upp á mörg tækifæri, harðfiskbitarnir hjá Sporði voru einkar ljúffengir og spennandi var að sjá endurbyggingu Kaupfélagshússins og heyra um áformin þar. Skartgripirnir í Studio Postulínska eru mjög fallegir og síðast en ekki síst voru nýju parhúsin skoðuð undir leiðsögn Jóns Þórðarsonar, fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði.
Haldinn var íbúafundur í verkefninu Betri Borgarfjörður um kvöldið og þar var farið yfir markmið verkefnisins. Árangurinn var ræddur og þátttakendur komu fram með ábendingar um breytingar og viðbætur. Vegna veiruvarna var fundarformið stífara en að jafnaði er á íbúafundum í Brothættum byggðum og sóttvarna gætt í hvívetna. Fjöldi gesta fundarins var innan gildandi takmarkana um samkomuhald en ánægjulegt var að sveitarstjóri Múlaþings, auk fulltrúa framboða til sveitarstjórnarkosninga sóttu fundinn og gafst gott tækifæri til að ræða við heimamenn. Að sögn Borgfirðinga lofar reynsla af heimstjórnum í hinu nýja sveitarfélagi góðu og þessi tilhögun er heimamönnum mikilvæg.
Óhætt er að segja að Borgfirðingar séu í óða önn að skapa sér bjarta framtíð á Borgarfirði eystri.
Myndir: Kristján Þ. Halldórsson
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember