Fara í efni  

Fréttir

Sóknaráætlanir landshluta - greinargerð fyrir árið 2022

Út er komin greinargerð um sóknaráætlanir landshluta fyrir árið 2022. Þar má sjá að heildarfjármunir sóknaráætlana fyrir landshlutana átta voru 1,025 milljarður króna og kom meginhluti þess fjár frá ríkinu. Fjármunir sóknaráætlana renna fyrst og fremst í tvo farvegi. Annars vegar sérstök áhersluverkefni og hins vegar til uppbyggingarsjóða sem eru samkeppnissjóðir. Á árinu 2022 var unnið að samtals 84 áhersluverkefnum og nam framlag til þeirra tæplega 366,4 milljón króna. Alls hlutu 524 verkefni styrki úr uppbyggingarsjóðunum, samtals að fjárhæð rúmum 441,9 milljónum króna.

Sóknaráætlanir landshluta eru þróunaráætlanir  sem byggja á samstöðu  heimamanna í hverjum landshluta um framtíðarsýn, markmið og val á leiðum til að áætlunin nái fram að ganga. Markmið sóknaráætlana er að ráðstafa fjármunum sem varið er til verkefna í einstökum landshlutum á sviði samfélags- og byggðamála, samkvæmt svæðisbundnum áherslum.

Frá árinu 2013 hefur ríkið gert samninga um sóknaráætlanir við landshlutasamtök sveitarfélaga í öllum átta landshlutunum. Markmið með samningum er að stuðla að jákvæðri samfélags- og byggðaþróun, treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni hvers landshluta og þar með landsins alls. Jafnframt er það markmið að einfalda samskipti ríkis og sveitarfélaga og tryggja gagnsæi við úthlutun og umsýslu þeirra opinberu fjármuna sem til þeirra er varið.

Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál er skipaður fulltrúum frá öllum ráðuneytum og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Byggða­stofnun og landshlutasamtök sveitarfélaga eiga áheyrnarfulltrúa. Innviðaráðherra skipaði nýjan stýrihóp í júní 2021 til þriggja ára. Hlutverk stýrihópsins er m.a. að efla samhæfingu innan Stjórnarráðsins í málefnum sem snúa að byggðamálum og tryggja virkt samráð við sveitarstjórnarstigið í þessum málaflokki. Þá er það hlutverk stýrihópsins að styðja landshlutasamtök sveitarfélaga við gerð og framkvæmd sóknaráætlana landshluta.

Greinargerð sóknaráætlana landshluta árið 2022 má nálgast hér.

 

Sóknaráætlanir landshluta eru þróunaráætlanir sem byggja á samstöðu heimamanna í hverjum landshluta um framtíðarsýn, markmið og val á leiðum til að áætlunin nái fram að ganga. Markmið sóknaráætlana er að ráðstafa fjármunum sem varið er til verkefna í einstökum landshlutum á sviði samfélags- og byggðamála, samkvæmt svæðisbundnum áherslum.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389