Fréttir
Möguleikar sjávarlíftækni til atvinnusköpunar á landsbyggðinni - lokaskýrsla
Nýverið var lokaskýrslu skilað um rannsóknina Möguleikar sjávarlíftækni til atvinnusköpunar á landsbyggðinni eftir Hjörleif Einarsson Ph.D. og Arnheiði Eyþórsdótur M.Sc. við Háskólann á Akureyri. Byggðarannsóknasjóður Byggðastofnunar styrkti rannsóknina.
Arnheiður Eyþórsdóttir M.Sc. Hjörleifur Einarsson Ph.D
Markmið verkefnisins var að kortleggja mögulega ónýtt verðmæti sem leynast í hafinu en geta verið grundvöllur fyrir nýjum atvinnutækifærum. Þau verðmæti sem um ræðir eru til dæmis ýmsir hryggleysingjar, plöntu- og dýrasvif, þang og þari, smáþörungar svo og bakteríur og veirur. Sum þessara verðmæta eru nú þegar nýtt svo sem þang og þari úr Breiðafirði. Sjávarlíftækni er kjörin leið til að leita að skilgreina og nýta þessi verðmæti en einnig nýtist sjávarlíftæknin vel til að nýta og auka verðmæti aukaafurða úr hefðbundinni fiskvinnslu.
Í skýrslunni er greint frá að áhugi er vaxandi hérlendis á sjávarlíftækni svo sem kollagenvinnslu úr roði en einnig er vöxtur í framleiðslu snyrti- og húðvara með efnum úr íslenskri náttúru. Birtur er listi af hráefnum og afurðaflokkum sem geta hentað við íslenskar aðstæður og verið fyrirmynd að atvinnuuppbyggingu hér á landi. Tekin eru nokkur dæmi um verkefni og tillögur sem og greint frá hvernig megi hrinda þeim í framkvæmd. Að mati rannsakenda felast miklir möguleikar í nýsköpun og fullvinnslu sjávarfangs bæði þess sem aflað er og þess sem er ræktað.
Rannsóknarskýrsluna má finna hér.
Byggðarannsóknarsjóður hefur það að markmiði að veita styrki til rannsókna- og þróunarverkefna sem stuðlað geta að jákvæðri byggðaþróun og bætt þekkingargrunn sem nýtist við stefnumótun, áætlanagerð og aðgerðir á sviði byggðamála.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember