Fara í efni  

Fréttir

Undirritun nýrra samninga um Aflamark Byggðastofnunar

Í síðustu  viku voru nýir samningar um Aflamark Byggðastofnunar á Hólmavík, Drangsnesi og Suðureyri undirritaðir í vinnsluhúsnæði samningsaðila. Samningarnir eru til næstu sex fiskveiðiára og fela í sér áframhaldandi samstarf stofnunarinnar við vinnslu- og útgerðaraðila í viðkomandi byggðarlögum. Tilgangurinn er sem áður að styrkja byggðafestu í byggðarlögunum með stuðningi í formi árlegs aflamarks sem stofnunin afhendir samningsaðilum gegn skuldbindingum þeirra um veiðar og vinnslu, viðhald og/eða fjölgun starfa og annan stuðning við nærsamfélagið.

Hólmavík

Frá undirritun á Hólmavík: Reinhard Reynisson, Sigurður Árnason, Björk Ingvarsdóttir og Arnar Már Elíasson. 

Björk Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Vilja fiskverkunar ehf: „Síðan Vilji fiskverkun ehf. var stofnað í maí hefur lifnað mikið yfir sjávarþorpinu Hólmavík. Eftir að strandveiðum lauk hafa strandveiðibátar haldið áfram veiðum á handfæri og landað inn til vinnslu, línubáturinn Margrét GK hefur landað á staðnum til vinnslu síðan í byrjun júlí og heilsársútgerðir staðarins sjá fyrir sér að geta aukið við sig, afkastað meiru og fjölgað starfsmönnum á næstkomandi árum. Auk alls þessa var ný útgerð stofnuð af ungum mönnum á staðnum sem veiða í vinnsluna og þykir mér það sérstaklega ánægjulegt.

Í litlu sjávarþorpi eins og Hólmavík skiptir hvert starf máli. Síðan Vilji fiskverkun ehf. var stofnað í maí hafa skapast 15 störf beintengd vinnslu og 2 ný skrifstofustörf. Um miðjan september verða 11 nýir íbúar á staðnum sem ráðnir hafa verið til starfa í fiskvinnslunni. Auk þess hafa umsvif á höfninni aukist til muna og umsvif í flutningum og vinna við löndun aukist. Ég tel að fiskvinnslan hafi blásið miklu lífi í þorpið og íbúar áhugasamir, jákvæðir og styðjandi við verkefnið. Verkefni sem þetta skiptir því byggðalagið í heild miklu máli en ég tel þetta koma okkur aftur á kortið og skapa jákvæðari ímynd fyrir samfélagið okkar.

Það að vinnslan sé í eigu heimamanna sem hafa hag samfélagsins að leiðarljósi skiptir að mínu mati grundvallaratriði í þessu verkefni því markmiðið er að skapa sjálfbæra starfsemi til frambúðar en ekki einungis þann tíma sem samningar Byggðastofnunar ná til.“

 

Drangsnes

Frá undirritun á Drangsnesi: Halldór Logi Friðgeirsson, Arnar Már Elíasson og Óskar Torfason.

Óskar Torfason, framkvæmdastjóri Drangs ehf og Útgerðafélagsins Skúla ehf: „Þessar aflaheimildir skipta mjög miklu máli fyrir Drangsnes og hafa styrkt fiskvinnsluna og útgerð á Drangsnesi  verulega. Árið 2018 bætti Útgerðarfélagið Skúli ehf. við öðrum  15 tonna bát og fjölgaði störfum til sjós og lands úr 5 í 10. Síðan hafa verið  ca. 12 mans í Fiskvinnslunni Drangi ehf. og 5 manns hjá ST2 ehf., samtals 27 manns  sem starfa beint hjá þeim fyrirtækjum  sem koma að þessum samningi. Aflaheimildir sem fyrir eru 400 þorskígildis tonn ásamt  200 tonnum af landaðri grásleppu. Þannig að það munar mikið um þessa  viðbót. Óhætt er að segja  að þessar heimildir hafi aukið byggðafestu eins og þeim er ætlað og ekki veitir af þar sem dreifbýlið hefur átt í vök að verjast.“

 

Suðureyri

Frá undirritun á Suðureyri: Einar Valur Kristjánsson, Óðinn Gestsson, Arnar Már Elíasson og Þórður Emil Sigurvinsson.

Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Íslandssögu ehf og Vestfisks ehf: „Það er ljóst að samningur um aflamark Byggðastofnunar til lengri tíma en eins árs er grundvöllur þess að hægt sé að byggja upp fyrirtæki og samfélag, eftir að farið var að gera samninga til allt að sex ára hefur orðið sú breyting á Suðureyri að tekist hefur að efla útgerð sem að hefur heilsárs verkefni sem er grundvöllur þess að geta rekið fiskvinnslu með einhverjum árangri allt árið. Þá hefur tekist að endurnýja tæki og tól til framleiðslu á hágæða sjávarfangi sem selt er á góðum verðum til Evrópu og Bandaríkjanna.

Þá hefur íbúaþróun á Suðureyri frá árinu 2018 verið í takti við það að vel gengur í grunnatvinnurekstri íbúum hefur fjölgað um 16% eða úr 254 í 296 nú á árinu 2024.

Það er fleira sem að vert er að skoða í samhengi við þessa samninga, íbúðablokk hefur verið endurnýjuð byggð hafa verið 2 ný raðhús og fólk hefur sett fjármagn í endurnýjun a eldri húsum, þá er virkur fasteignamarkaður með eignir sem að fólk vill selja eða kaupa.

Þá hafa fyrirtækjunum sem að starfa á Suðureyri tekist að láta nokkuð fé til samfélagslegra verkefna, má þar nefna Kvenfélagið Ársól, Hollvinasamtök Félagsheimilsins og Sjómannadagurinn hefur fengið sinn verðuga sess í lífi íbúa Ísafjarðarbæjar, þá má ekki gleyma Act Alone en fyrirtæki á Suðureyri hafa lagt sín á lóð á þær vogaskálar sem gera framkvæmdaaðilum þar kleift að hafa alla viðburði án þess að greitt sé fyrir. Þá má ekki gleyma því að fyrirtækin hafa styrkt einstaklinga til þátttöku í íþróttastarfi á bæði Evrópu og heimsvísu, ásamt því að flokkaíþróttir eru með samninga við fyrirtækin um styrk við þeirra starfsemi.

Aflamark Byggðastofnunar eru verðmæti sem afhent eru þeim sem að samið er við, aflamarkið á að styðja við byggðafestu og skapa fólki lífsviðurværi í þeim samfélögum þar sem að þeim er úthlutað, það á að styðja við og styrkja þá atvinnustarfsemi sem að er í viðkomandi samfélögum og stuðla að því að heilbrigður rekstur þrífist, því er mikilvægt að þeir aðilar sem að samið er við séu meðvitaðir um að ekki er hægt að fara með þessi verðmæti eins og þau séu þeirra eigin, aflamarkið er fyrir alla þá sem koma að viðkomandi starfsemi sem samningur er gerður við, það fylgir ábyrgð því að vera aðili að samning um aflamark. Útgerð, vinnsla, starfsfólk og samfélög eiga að njóta þess afraksturs sem til verður. Ekki bara einn þessara aðila heldur allir.

Margir hafa skoðun á úthlutun og þeim samningum sem gerðir eru og oft falla orð sem oftast eru betur ósögð. Margir skilja ekki en hafa skoðun, ég hvet alla til þess að setja sig inn í málin og treysti því að ef þeir gera það að þá muni fólk uppgötva að það getur verið gott að vera í samfélagi sem nýtur þessa stuðnings, sem jú fyrst og fremst er ætlaður til þess að tryggja byggðafestu og lífsviðurværi þess fólks sem kýs að búa á viðkomandi stöðum, og vill bara fá að vera í friði og hafa það gott í því umhverfi sem það býr í og njóta þeirra gæða sem að viðkomandi staðir búa yfir.

Í mínum huga hefði Fiskvinnslan Íslandssaga hf. og Klofningur ehf. ásamt fleiri fyrirtækjum ekki vaxið og dafnað sem raun ber vitni um nema af því að þau voru valin til þess að fara með þessi verðmæti og hafa gert það vel og fyrir opnum tjöldum undir eftirliti Byggðastofnunar, sem jú fékk fjöður í hatt sinn fyrir framkvæmd á þessum samningum frá Ríkisendurskoðun fyrir stuttu.“

 


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389