Fréttir
Think Rural, Think Digital, Think Ahead!
Sjö landa hakkaþon NORA 2021 verður haldið 19.-21. mars
Nú á tímum lokana, ferðatakmarkana og heimavinnu er kannski erfitt að hugsa fram á við og stefna að alþjóðlegu samstarfi. Því vill NORA breyta með því að halda rafrænt hakkaþon fyrir ungt fólk á norður-Atlantshafssvæðinu.
Hakkaþonið ‘Think Rural, Think Digital, Think Ahead!’ verður haldið dagana 19. til 21. mars og markmiðið er að fá ungt fólk frá Færeyjum, Íslandi, Grænlandi, Noregi, Skotlandi, Maine-fylki í Bandaríkjunum og Ontario í Kanada til að þróa saman lausnir á sameiginlegum áskorunum. Þátttakendur skulu vera á aldrinum 18-35 ára. Þátttaka er ókeypis.
Norræna Atlantssamstarfið (NORA) skipuleggur hakkaþonið ásamt skosku samtökunum Highlands and Islands Enterprise (HIE). Þess utan taka University of New England og Cooperation Council of Ontario í Kanada þátt. Norræna ráðherranefndin og skosk stjórnvöld eru einnig bakhjarlar hakkaþonsins.
Meginumræðuefni hakkaþonsins er tvíþætt: stafrænt heilbrigði í strjálbýli og enduruppbygging ferðaþjónustu eftir Covid-faraldurinn. Þátttakendur mega gjarnan hafa í huga þætti eins og kóðun (coding), hönnun, heilbrigðismál og ferðaþjónustu. Vonast er til þess að í þessari hugmyndasamkeppni verði fundnar stafrænar lausnir sem auka aðgengi að mikilvægri heilbrigðisþjónustu og stuðla að sjálfbærum vexti innan ferðaþjónustunnar. Hinir ungu þátttakendur fá einnig stuðning til að gera áætlun um verkefni sem þeir vilja koma af stað.
Fyrir utan það að hver og einn kemur með sína hugmynd/hugmyndir á hakkaþonið verða settir saman alþjóðlegir hópar 4-5 einstaklinga með ólíkan bakgrunn og þekkingu, sem vinna saman að útfærslu hugmynda.
Fyrir bestu hugmyndir innan þessara tveggja áhersluefna (stafrænt heilbrigði í strjálbýli og enduruppbygging ferðaþjónustu eftir Covid-faraldurinn) eru peningaverðlaun og möguleikar á að þróa viðskiptahugmynd.
Hakkaþonið hefst föstudaginn 19. mars kl. 18.00 og lýkur sunnudaginn 21. mars kl. 18.00.
Skráning og nánari upplýsingar: thinkrural.org
Frestur til að skrá sig rennur út mánudaginn 15. mars.
Nánari upplýsingar:
Sigríður K. Þorgrímsdóttir, tengiliður NORA á Íslandi, netfang: sigga@byggdastofnun.is og sími 8697203
Eða umsjónarmaður hakkaþonsins:
Øystein Andresen, verkefnastjóri og ráðgjafi, NORA oystein@nora.fo – sími +298 214430.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember