Fara í efni  

Fréttir

Snjöll aðlögun í byggðaþróun – fulltrúar Brothættra byggða á ráðstefnu í Svíþjóð

Í vikunni sem leið tóku tveir starfsmenn Byggðastofnunar ásamt fulltrúum frá Austurbrú og Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) þátt í vinnustofu á vegum Nordregio um snjalla aðlögun í byggðaþróun. Nordregio er norræn rannsóknarstofnun sem sérhæfir sig í skipulags- og byggðamálum.

Vinnustofan var hluti af rannsóknarverkefni sem ber yfirskriftina Smart adaptation to rural realities: Approaches and practices in Nordic municipalities and regions, sem þýða mætti sem Snjöll aðlögun að raunveruleika dreifbýlis: Aðferðir og framkvæmd í norrænum sveitarfélögum og landshlutum. Sjá nánar hér.

Samtal við kollega í byggðaþróunarmálum á Norðurlöndunum

Þátttakendur í verkefninu voru frá fimm norrænum löndum þ.e. Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Finnlandi auk Íslands. Þær áskoranir sem við blasa víða á Norðurlöndunum í þróun byggða voru til umræðu á vinnustofunni og þá einkum leitað svara við eftirfarandi spurningum:

Í hverju felst snjöll aðlögun og hver eru lykilatriðin sem tengjast slíkri aðlögun í norrænu og evrópsku samhengi? Hvernig virka snjallar aðlögunaráætlanir sem taka mið af langvarandi íbúafækkun í stjórnun/stjórnsýslu í norrænum byggðum, bæði staðbundnum og svæðisbundnum? Hverjir eru helstu kostir og hindranir í að vinna með sjónarhornið í stefnumótunarvinnu? Og að lokum hvaða stefnumótandi ráðleggingar er hægt að leggja fram á staðbundnum, svæðisbundnum grunni og/eða á landsvísu til að bregðast við fækkun íbúa í dreifbýli?

Allt eru þetta stórar spurningar sem leitað er svara við í rannsóknarverkefninu sem er þríþætt. Einn hluti þess felst í samtali rýnihópa sem haldnir hafa verið í tvígang í hverju þátttökulandanna og var lokavinnustofan sem fyrr segir nú haldin í höfuðstöðvum Nordregio á fallegri eyju, Skeppsholmen, í Stokkhómi.

Niðurstöður rannsóknar væntanlega birtar á árinu 2025

Gert er ráð fyrir að lokaniðurstöður rannsóknarinnar verði birtar á fyrri hluta næsta árs. Í þeim er ráðgert að settar verði fram leiðbeiningar til stefnumótunaraðila bæði staðbundinna, svæðisbundinna og á landsvísu um hvernig hægt er að vinna með snjalla aðlögun í byggðaþróun. Þá er einkum horft til þess að snjöll aðlögun getur boðið upp á fyrirbyggjandi nálgun, nýtingu á staðbundnum styrkleikum og verið liður í að byggja upp þrautseig samfélög. Allt snýst þetta um snjalla aðlögun að lýðfræðilegum breytingum sem við blasa í norrænum samfélögum, það er að gera samfélögin betri jafnvel þó íbúum fækki eða þeim hafi fækkað.

 

Hér má sjá myndir frá ráðstefnunni. Myndasmiðir voru Kristján Þ. Halldórsson og Helga Harðardóttir.

Hópurinn sem tók þátt í vinnustofunni. Mynd frá Nordregio.

 

Kynningar á hópavinnu.

 

Vinnustofa hjá Nordregio um snjalla aðlögun í byggðaþróun.

 

Elin Cedergren stjórnandi vinnustofunnar.

 

 

 

 

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389