Fréttir
Opið fyrir umsóknir í Byggðarannsóknasjóð
Byggðastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Byggðarannsóknasjóði. Tilgangur sjóðsins er að efla byggðarannsóknir og veita styrki til rannsókna- og þróunarverkefna sem stuðlað geta að jákvæðri byggðaþróun og bæta þekkingargrunn fyrir stefnumótun, áætlanagerð og aðgerðir á sviði byggðamála.
Umsóknarfrestur er til miðnættis 3. mars 2024. Byggðarannsóknasjóður hefur allt að 17,5 m.kr. til úthlutunar. Styrkir verða veittir til eins árs.
Í umsóknum skal koma fram greinargóð lýsing á rannsókn, markmiðum, ávinningi, nýnæmi og hvernig rannsóknin styður við tilgang sjóðsins. Gera þarf grein fyrir tengslum rannsóknar við byggðaþróun og eftir atvikum hvernig rannsókn fellur að áherslum byggðaáætlunar 2022-2036.
Eftirfarandi þættir hafa vægi við mat á umsóknum:
- Hvernig verkefnið styður við tilgang sjóðsins og tengist byggðaþróun.
- Vísindalegt og hagnýtt gildi verkefnis.
- Nýnæmi verkefnis.
- Gæði umsóknar (skýr markmið, vönduð rannsóknaráætlun og hnitmiðaður texti).
Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnanir eða aðrir lögaðilar. Sjá nánar:
- Rafrænt umsóknarform (Umsóknargátt Byggðastofnunar)
- Reglur Byggðarannsóknasjóðs
- Starfsreglur stjórnar Byggðarannsóknasjóðs
- Byggðaáætlun 2022-2036
Nánari upplýsingar veitir Hanna Dóra Björnsdóttir
hannadora@byggdastofnun.is / sími 455 5454
Frekari upplýsingar um Byggðarannsóknasjóð er að finna á vef Byggðastofnunar. Styrkir úr Byggðarannsóknasjóði hafa verið veittir frá árinu 2015. Alls hafa 37 verkefni hlotið styrk á árunum 2015-2023 að heildarfjárhæð 88,9 m.kr. Á árinu 2023 fengu eftirfarandi fimm verkefni styrk:
- Hvernig er hægt að auka jákvæðan byggðabrag með aðferðafræði félags- og samfélagssálfræði? Rannsókn á félagslegri sjálfsmynd íbúa í íslenskum sveitarfélögum. Styrkþegi er Háskólinn á Bifröst, Bjarki Þór Grönfeldt.
- Ábyrg eyjaferðaþjónusta – sjálfbær uppbygging ferðaþjónustu á eyjum á norðurslóðum. Styrkþegi er Ferðamáladeild Háskólans á Hólum (FHH), Ingibjörg Sigurðardóttir og Laufey Haraldsdóttir.
- Líðan og seigla íslenskra bænda. Styrkþegi er RHA – Rannsóknamiðstöð HA, Bára Elísabet Dagsdóttir.
- Félagsleg staða og ójöfnuður í heilsu. Styrkþegi er Sigrún Ólafsdóttir, HÍ.
- Bolmagn íslenskra sveitarfélaga í skipulagsmálum. Styrkþegi er Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, HÍ.
Á heimasíðu Byggðastofnunar má einnig sjá nánari lýsingu á hverju verkefni sem hlaut styrk úr Byggðarannsóknasjóði 2023.
Byggðarannsóknasjóður hefur það að markmiði að veita styrki til rannsókna- og þróunarverkefna sem stuðlað geta að jákvæðri byggðaþróun og bætt þekkingargrunn sem nýtist við stefnumótun, áætlanagerð og aðgerðir á sviði byggðamála.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember