Fara í efni  

Fréttir

Öflugur liðsauki

Öflugur liðsauki
Öflugur liðsauki

Í byrjun desember sl. auglýsti Byggðastofnun eftir sérfræðingi á þróunarsvið stofnunarinnar. Alls bárust 18 umsóknir, 11 frá konum og sjö frá körlum. Nú hefur verið ákveðið ráða Hebu Guðmundsdóttur og Sigfús Ólaf Guðmundsson. 

Heba er með BSBA gráðu í viðskiptafræði frá University of Southern Mississippi og viðbótardiplóma í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Heba hefur starfað sem verkefnisstjóri í atvinnu-, menningar- og kynningamálum fyrir sveitarfélagið Skagafjörð síðastliðin sjö ár.  Í starfinu hefur hún m.a. komið að vinnu við Sóknaráætlun Norðurlands vestra og unnið með opinberum stofnunum og samtökum sem tengjast atvinnu- og byggðaþróun. Heba hefur víðtæka reynslu í viðburðastjórnun, verkefnastjórnun, samningagerð, þekkingarmiðlun og stefnumótun á sviði atvinnu- og byggðamála og þekkir vel þær áskoranir sem byggðir landsins standa frammi fyrir.

Sigfús er með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, diplóma í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands og lýkur MS gráðu í forystu og stjórnun með áherslu á verkefnastjórnun frá Háskólanum á Bifröst vorið 2025. Sigfús hefur starfað við verkefnastjórn síðan 2012 og síðustu sex ár verið deildarstjóri atvinnu-, menningar- og kynningamála hjá sveitarfélaginu Skagafirði. Á sviði atvinnu- og byggðamála hefur hann m.a. haft umsjón með byggðakvóta, gerð húsnæðisáætlunar og verið í miklum samskiptum og samstarfi við atvinnulífið s.s. ferðaþjónustuna auk þess að sjá um kynningar á fjárfestingatækifærum. Starf hans sem deildarstjóri fól einnig í sér skýrsluskrif, áætlanagerð og þekkingarmiðlun. Þá hefur Sigfús leitt stefnumótun og innleiðingu á stafrænni þróun og upplýsingatækni fyrir sveitarfélagið.

Við erum sannfærð um að þau muni falla vel inn í frábæran hóp starfsmanna og gera stofnunina enn öflugri.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389