Fréttir
NorValue – Norrænt rannsóknarverkefni um sjálfbærni sjávarbyggða
Út er komin önnur skýrsla úr norrænni rannsókn á aðlögunarhæfni strandbyggða í verkefninu NorValue.
Tvö byggðarlög, eða bæir, eru til skoðunar í íslenska hluta verkefnisins. Það eru Siglufjörður og Ólafsfjörður. Árið 2021 var viðhorfskönnun lögð fyrir úrtak íbúa þessara bæja þar sem meðal annars var spurt um afstöðu til aðgerða stjórnvalda í formi sameiningar sveitarfélaga í Fjallabyggð 2006, til opnunar Héðinsfjarðarganga 2010, tilkomu Menntaskólans á Tröllaskaga og uppbyggingar í atvinnulífi. Sú könnun var grundvöllur íslenska hluta fyrri verkefnisskýrslunnar sem út kom í TemaNord í lok árs 2022 og bar heitið Value Chains and Resilient Coastal Communities in the Nordic Atlantic.
Grundvöllur íslenska hluta síðari skýrslunnar er vettvangsferð sem farin var sumarið 2022, þar sem tekin voru viðtöl og haldnir fundir með rýnihópum á Siglufirði og Ólafsfirði. Eitt af því sem kom í ljós í viðhorfskönnuninni frá árinu 2021 er að íbúar á Ólafsfirði eru almennt neikvæðari gagnvart þeim breytingum sem hafa orðið í atvinnulífi og samfélagi, árin frá sameiningu og eldri íbúar eru neikvæðari en þeir yngri. Ólafsfirðingar telja einnig að þjónustu í þeirra bæ hafi farið aftur við sameininguna. Þessar skoðanir komu einnig sterkt fram á fundum og í viðtölum ársins 2022. Síðari skýrslan kom út í nóvember 2024 og ber heitið Open local communities in the Nordic Atlantic og má finna á slóðinni https://pub.norden.org/temanord2024-501/
NORVALUE er samstarfsverkefni Íslands, Grænlands, Færeyja og Noregs, fjármagnað af norrænu ráðherranefndinni og danska ríkinu. Verkefnið varð til í formennskutíð Danmerkur og var hluti af formennskuáætlun þeirra. Háskóli Grænlands í Nuuk leiðir verkefnið, en auk hans er hugmynda- og fræðileg vinna á vegum háskólans í Hróarskeldu. Byggðastofnun tekur þátt í þessu verkefni af Íslands hálfu ásamt Grétari Þór Eyþórssyni prófessor við HA. Heildarfjármagn þessa verkefnis eru um 5 milljónir danskra króna. Verkefnið hófst formlega í ársbyrjun 2020. Því átti að ljúka í árslok 2022, en frestaðist vegna COVID-19 til haustsins 2023. Verklok frestuðust fram undir árslok 2024, en skýrslan kom loks út í nóvember.
Í verkefninu er skoðað hvaða áhrif breytingar á atvinnuháttum hafa haft í sjávarbyggðum af tiltekinni stærð. Hvert land tekur fyrir tvö byggðarlög/bæi sem byggja eða hafa byggt á sjávarútvegi. Hugtök eins og virðiskeðja (value chain) og viðnámsþróttur (resilience) eru mikilvæg rannsóknarhugtök í þessu verkefni. Niðurstöður eru bornar saman milli landanna fjögurra, hvaða þættir eru sameiginlegir og hverjir ekki. Hvað ákvarðar velgengni og hvað hefur áhrif til hins verra?
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember