Fréttir
NORA webinar 10. febrúar, kynning fyrir umsækjendur um verkefnastyrki
Almennt
21 janúar, 2025
Í tengslum við komandi umsóknarlotu stendur NORA fyrir tveimur kynningarfundum um verkefnastyrki. Báðir fundirnir fara fram mánudaginn 10. febrúar 2025, annar þeirra á skandinavísku og hinn á ensku. Fundirnir eru hugsaðir fyrir mögulega umsækjendur um styrki.
Lesa meira
ESB löndin í Norðurslóðáætluninni greiða fyrir þátttöku íslenskra aðila
Almennt
17 janúar, 2025
Stjórn Norðurslóðaáætlunarinnar samþykkti 11. desember síðastliðinn að styðja 16 verkefni. Af þeim eru 14 með íslenskum þátttakendum og þar af eitt með íslenskum verkefnisstjóra (e. lead parter). Heildarstyrkupphæðin sem samþykkt var á fundinum var 14,8 millj. evra og er hlutur íslenskra þátttakenda tæp 1,7 millj. evra.
Lesa meira
Stafrænt pósthólf innleitt hjá Byggðastofnun
Almennt
15 janúar, 2025
Byggðastofnun hefur innleitt stafræna pósthólfið á island.is og miðlar nú gögnum með þeim hætti til einstaklinga og fyrirtækja.
Lesa meira
Öflugur liðsauki
Almennt
8 janúar, 2025
Í byrjun desember sl. auglýsti Byggðastofnun eftir sérfræðingi á þróunarsvið stofnunarinnar. Alls bárust 18 umsóknir, 11 frá konum og sjö frá körlum. Nú hefur verið ákveðið ráða Hebu Guðmundsdóttur og Sigfús Ólaf Guðmundsson.
Lesa meira
NorValue – Norrænt rannsóknarverkefni um sjálfbærni sjávarbyggða
Almennt
7 janúar, 2025
Út er komin önnur skýrsla úr norrænni rannsókn á aðlögunarhæfni strandbyggða í verkefninu NorValue.
Tvö byggðarlög, eða bæir, eru til skoðunar í íslenska hluta verkefnisins. Það eru Siglufjörður og Ólafsfjörður.
Lesa meira
Byggðastofnun og Dalabyggð í samstarf um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis
Almennt
3 janúar, 2025
Í síðasta mánuði skrifuðu Byggðastofnun og Dalabyggð undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal.
Um er að ræða tilraunaverkefni af hálfu Byggðastofnunar þar sem markmiðið er að reisa atvinnuhúsnæði á stað þar sem vöntun á fjárfestingu í atvinnuhúsnæði hefur hamlað framþróun og mun stofnunin leggja til allt að 150 m.kr. í verkefnið.
Lesa meira
Samanburður á orkukostnaði heimila árið 2024
Almennt
2 janúar, 2025
Nú er komin út skýrsla um orkukostnað viðmiðunareignar m.v. gjaldskrár 1. september 2024. Heildarorkukostnaður er hæstur í Grímsey 427 þ.kr. en lægstur á Flúðum 195 þ.kr. Næst hæsti heildarkostnaður fyrir viðmiðunareign er í Nesjahverfi í Hornafirði 378 þ.kr. og á Grenivík 364 þ.kr. Þar næst koma staðir með rafhitun sem skilgreinast jafnframt sem dreifbýli hvað raforkudreifingu varðar, þ.e.a.s. Súðavík, Bakkafjörður og Borgarfjörður eystri.
Lesa meira
NORA styrkir tólf verkefni
Almennt
27 desember, 2024
Á vetrarfundi Norræna Atlantssamstarfsins, NORA, sem haldinn var í Kaupmannahöfn þann 6. desember s.l. var ákveðið að veita styrki til tólf verkefna í seinni úthlutun ársins 2024. Íslendingar taka þátt í níu verkefnanna. Fimm af þeim tólf verkefnum sem hlutu styrk eru framhaldsverkefni. Heildarupphæð styrkjanna er 3,36 milljónir danskra króna sem jafngildir ríflega 68 milljónum íslenskra króna. Alls bárust 20 umsóknir að þessu sinni.
Lesa meira
Tekjur á hvern íbúa mismunandi eftir svæðum
Almennt
20 desember, 2024
Árið 2023 voru heildartekjur á hvern íbúa um 11 milljónir króna í Vestmannaeyjum en undir 6 m.kr. í Húnavatnssýslum, Borgarfirði & Dölum og Suðurnesjabæ & Vogum. Talsverður munur var einnig milli hæstu og lægstu upphæðar atvinnutekna á hvern íbúa en þær voru um 6 milljónir í Fjarðabyggð, Garðabæ og á Seltjarnarnesi en um 4 m.kr. í Húnavantssýslum, Borgarfirði & Dölum og Rangárvallasýslu. Þetta má m.a. sjá í mælaborði Byggðastofnunar og lesa um í skýrslu sem birt er í dag um tekjur einstaklinga eftir svæðum 2008-2023.
Lesa meira
Styrkir til meistaranema
Almennt
20 desember, 2024
Stjórn Byggðastofnunar ákvað á fundi sínum þann 12. desember síðastliðinn að styrkja fjóra meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðamála. Auglýsing um styrkina var birt 21. ágúst og rann umsóknarfrestur út 1. nóvember. Verkefnin sem sótt er um styrk til skulu hafa skírskotun til markmiða eða aðgerða byggðaáætlunar. Alls bárust þrettán umsóknir.
Heildarupphæð styrkjanna er 1,4 milljónir króna. Hver styrkur er að upphæð 350.000 kr. Styrkirnir eru fjármagnaðir af byggðaáætlun.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember