Fréttir
Starf sérfræðings á þróunarsviði Byggðastofnunar
Vilt þú vera hluti af öflugri liðsheild sem stuðlar að blómlegri byggð um land allt?
Byggðastofnun leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á byggðamálum. Um er að ræða krefjandi og spennandi starf fyrir einstakling sem hefur áhuga á víðtæku samstarfi m.a. við landshlutasamtök sveitarfélaga, atvinnulífi, menningu og byggðamálum.
Helstu verkefni
- Verkefnisstjóri sóknaráætlana landshluta
- Umsjón með samningum um atvinnu- og byggðaþróunarverkefni
- Samskipti við menningarfulltrúa landshlutasamtakanna
- Þátttaka í stefnumótun
- Þátttaka í framkvæmd verkefna samkvæmt byggðaáætlun
- Skýrsluskrif og þekkingarmiðlun
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem á sviði félagsvísinda
- Reynsla innan stjórnsýslunnar er æskileg
- Reynsla af verkefnastýringu
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Framúrskarandi færni í samskiptum
- Drifkraftur, metnaður og skipulagshæfileikar
- Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
Frekari upplýsingar um starfið
Byggðastofnun hefur það að markmiði að hafa innan sinna raða öflugan og jákvæðan hóp starfsmanna. Við bjóðum fjölskylduvænt starfsumhverfi og tækifæri til að þróast og þroskast í starfi líkt og niðurstöður úr árlegri starfsmannakönnun Stofnun ársins bera með sér.
Umsókn skal skilað í Umsóknargátt sem finna má á heimasíðu Byggðastofnunar, www.byggdastofnun.is sem og nánari upplýsingar um stofnunina.
Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá með upplýsingum um umsagnaraðila ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Starfshlutfall er 100% og staðsetning starfsins er í nýju húsnæði Byggðastofnunar á Sauðárkróki.
Launakjör samkvæmt gildandi kjarasamningi.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til og með 9.12.2024
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Elín Þórðardóttir forstöðumaður þróunarsviðs, sigridur@byggdastofnun.is
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember