Fréttir
„Átakanleg upplifun en þegar upp er staðið stöndum við sterkari
Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir lauk í júni síðastliðnum meistaranámi frá Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviði Háskólans á Akureyri. Lokaverkefni hennar var eitt af fjórum verkefnum meistaranema sem hlaut styrk Byggðastofnunar í desember 2022. Við vinnslu rannsóknarinnar var titli verkefnisins breytt í „Átakanleg upplifun en þegar upp er staðið stöndum við sterkari“ en það er bein tilvitnun í lýsandi ummæli eins viðmælenda rannsóknarinnar.
Rannsóknin er eigindleg en tekin voru viðtöl við heilbrigðisstarfsmenn sem voru meðal þeirra sem báru hitann og þungann af líkamlegri og andlegri umönnun Súðvíkinga fyrstu dagana eftir flóðin vegna þeirra ófyrirséðu aðstæðna sem mögnuðust upp vegna lokaðra samgönguleiða og margra daga óveðurs eftir flóðin. Starfsfólk sinnti þar fjölbreyttari verkefnum en alla jafna og gekk í þau störf sem þurfti að sinna. Óveðrið sem stóð í þrjá sólahringa eftir flóðið hafði mikil áhrif.
Lífsreynsla þeirra sem að komu var erfið en viðmælendur telja sig ekki bera neikvæð sálræn eftirköst og eru sammála um að þeir hafi eflst bæði faglega og persónulega. Að mati höfundar ramma ummælin í titli rannsóknar inn helstu niðurstöður í þrjú yfirþemu sem eru vanmáttur, úrvinnsla og vöxtur. Samtöl og samvera samstarfsfólks eru sérstaklega dregin fram og talin mikilvæg fyrir úrvinnslu atburða. Góð samskipti hjá starfsfólki á vinnustað geti reynst hjálpleg til að vinna úr sálrænni streitu í kjölfar hamfara eða stórslysa. Bent er á að vert sé að huga að því í starfsumhverfi að fólki gefist kostur á að tengjast og tala saman til að vinna úr erfiðri reynslu.
Lesa má meistaraverkefnið í heild í opnum aðgangi í Skemmunni en einnig hefur verið fjallað um niðurstöður rannsóknar í Sjúkraþjálfaranum, tímariti Félags sjúkraþjálfara.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember