Fara í efni  

Þjónustukönnun

 Hvaða þjónusta skiptir þig máli? Þjónustukönnun Byggðastofnunar

  • Hvaða þjónustu nota íbúar og hvert fara þeir til að sækja þá þjónustu?
  • Hvaða þjónustu þarf helst að bæta við eða efla?
  • Hvaða þjónustu óttast íbúar helst að missa úr heimabyggð?

Nú fer fram könnun sem Maskína framkvæmir fyrir hönd Byggðastofnunar meðal íbúa um land allt (utan höfuðborgarsvæðis) vegna rannsókna á þjónustusókn og væntingum til breytinga á þjónustu.

Könnunin er liður í að skilgreina þjónustusvæði og fá mynd af viðhorfum íbúa mismunandi svæða til breytinga á þjónustu. Út frá sjónarmiði byggðamála og landshlutanna er þátttaka íbúa í könnuninni mjög mikilvæg. Sérstaklega er mikilvægt að fá svörun úr dreifðum byggðum landsins svo unnt verði að vinna með niðurstöðurnar þannig að sem réttust mynd fáist einnig af þjónustusókn íbúa í fámennum byggðarlögum. Niðurstöður munu nýtast í vinnu við eflingu byggða um land allt.

Áætlað er að það taki um 10 mínútur að svara. Könnunin er á íslensku, ensku og pólsku.

Smelltu á hlekkinn til að taka þátt: ÞJÓNUSTUKÖNNUN

Rafræn skilríki eru notuð við innskráningu til að tryggja áreiðanleika könnunarinnar en öllum persónulegum upplýsingum er eytt áður en úrvinnsla gagna hefst.

Samkvæmt stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 setja stjórnvöld sér þau markmið að jafna aðgengi að þjónustu og stuðla að sjálfbærri þróun byggða. Þjónustukannanir eru liður í greiningu þess hvort þjónustustig sé sambærilegt um allt land svo meta megi hvort og hvaða breytinga sé þörf, hvernig bæta megi þjónustu eða jafna aðgengi að þjónustu. Í könnuninni er leitað svara við því hvert og hversu oft íbúar sækja margvíslega þjónustu, jafnt opinbera þjónustu sem og aðra þjónustu. Spurt er um tíðni notkunar á þjónustu sem notuð var (síðustu 30 daga) og þjónustu sem notuð er sjaldnar (á ársgrundvelli). Einnig er spurt um væntingar til breytinga á framboði þjónustu, hvaða þjónustu þarf helst að bæta við eða efla og hvaða þjónustumissir eða þjónustuskerðing hefði helst áhrif á núverandi búsetu.

Þjónustukannanir hafa einu sinni áður verið lagðar fyrir en þær voru lagðar fyrir í sjö landshlutum árin 2016-2017 og niðurstöður þeirra birtar í skýrslum hvers landshluta 2017 og 2018 (sjá nánar útgefið efni á vef Byggðastofnunar).

 

                               

 

 

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389